Laugardagurinn 30. maí og Sunnudagurinn 31. maí

Já það er rólegt yfir íbúum á 106 í Nýju Delhi. Heiða fékk mænulegg á laugardagsmorgunin og framundan eru 5 dagar með leggin þar sem Heiða fær stofnfrumur í mænugöng 2 til 4 sinnum á dag með 2 tíma millibili og þarf að liggja mikið. Hún má ekki fara út en við förum aðeins út úr herberginu. Þetta eru leiðinlegir dagar og lengi að líða. Hún fer í iðjuþjálfun og svo sjukraþjálfun en þá bara í teygjur.

Vakna, klósett, borða, prumpa, inndæling, liggja, hlusta á hljóðbók, spjalla, bora í nefið, fá sér vatn, lesa fréttir, lesa fyrir Heiðu, kúka og pissa, borða, brumpa meira, inndæling og sprautur, kíkja fram, leika við Ruby, drekka diet kók, klippa neglur, greiða, hugsa, smá nammi, vaska upp, þvo þvott, hengja upp, kítla Heiðu, syngja, segja lélega brandara, kvöldmatur, þvo sér, prumpa, pissa, dansa, skypast, bursta tennur, hljóðbók, youtube………….Góða nótt……………….

Heidi and Snorri………………………just one in a million

One thought on “Laugardagurinn 30. maí og Sunnudagurinn 31. maí

  1. Gaman að fylgjast með ykkur og framförum Heiðu. Þekki ykkur ekki en rakst a síðuna einhversstaðar og les daglega. Verður spennandi að sjá hverju fram gengur þegar meðferðinni líkur. Gangi ykkur vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *