Miðvikudagurinn 3. Júní

Það hefur verið rólegt síðustu daga hjá okkur Heiðu. Hún hefur verið með mænulegg í 5 daga en var að losna við hann í dag. Þessir dagar hafa verið lengi að líða og Heiða þufti að mestuleyti að vera liggjandi. Ég hef verið frekar latur þessa daga, hef bara setið hjá henni og sinnt henni ásamt að horfa einn og einn Banshee og heimildarmyndir, Heiða hlustað á hlóðbækur og ég verið í basli með að ná í hljóbækur fyriri hana út af nettenginguni. Netið hefur verið upp og niður síðustu daga og alltaf eitthvað vesen. Merkilegasta sem gerðist sennilega er að það byrjaði að rigna, heimamönnum til mikillar ánægju en það stóð stutt yfir en þrumurnar og eldingarnar voru svakalegar, þvílíkt ljósasjóv……

Okkur hlakkar mikið til að koma heim og getum ekki beðið eftir að knúsa krakkana okkar. Það verður nóg að gera þegar við komum heim, Heiða heldur áfram sínu plani og það verður nóg að gera hjá mér í vinnunni.

Þegar Heiða er með mænuleggin þá er hún svona frekar dösuð og slök og það verður spennandi að sja hvernig henni mun ganga i sjúkraþjálfun, býst við að hún fari rólega af stað. Hún fer svo á föstudaginn í heilamyndatöku og það verður spennandi að sja hvort það hafi orðið einhverjar breytingar.DSC01070

Kærar kveðjur heim og enn og aftur minnum við á maraþonið…………..TEAM HEIDA……

Heidi and Snorri………………..siging in the rain………….

2 thoughts on “Miðvikudagurinn 3. Júní

  1. Gangi ykkur vel á lokametrunum á Indlandi. Get í myndað mér að það verði gott að knúsa krílin þegar þið komið heim. Takk fyrir skemmtilega pistla Snorri, og að leyfa okkur að fylgjast með. Kveðja úr Mos

  2. Við hlökkum til að fá ykkur heim í haustið á Íslandi 😉 RISA knús frá Hafnarfirði

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *