Mikið er gott að vera komin heim………..

Heil og sæl………………….við Heiða sitjum við eldhúsborðið í sumarbústaðnum hjá tengdó, Heiða með ristað brauð með rækjusalati og osti og auðvitað Pepsi Max á kantinum, kallinn fær kaffi og ristað brauð með osti og marmó…………………..Kyrrðin er mikil og enginn flautuconsert eins og á Indlandi bara fallegur fuglasöngur þar sem fuglanir passa ungana sína og að allir fari sér ekki að voða. Gróðurinn dafnar vel og veðrið er fallegt og mikið er nú gott að vera komin í sveitina, svoldið öðruvísi en í Nýju Delhi og mikið erum við heppinn að hafa allt þetta hreina loft og hreint vatn, forréttindi sem ber að vera þakklátur fyrir.

Mikið svakalega var gaman að lenda í Keflavík eftir langt og strangt ferðalag. Ferðalagið gekk alveg vel en var erfitt, náðum ekkert að sofa. Ekki laust við að ferðin frá Danmörku hafi einkennst af spenning við að koma heim og knúsa fjölskyldu og vini, okkur hlakkaði mikið til.

Það var ótrúlega gaman hvað margir vorum mættir til að taka á móti okkur, vá………….búið að útbúa skilti og tekið á móti okkur með blómum og kossa flensi og gleðitár runnu niður kinnar, börnin okkar voru mætt með fallega brosið og fjölskylda og okkar traustu vinir voru mætt til að knúsa þreyttu ferðalangana. Þetta var hreint út sagt æðislegt…………………að finna þessa ást og hlýju er magnað. TAKK ELSKU FJÖLSKYLDA OG OKKAR FALLEGU VINIR.

Það er gott að vera komin heim og lífið okkar er að komast svona í gamla gírinn. Gott að vera komin í faðm fjöslkyldu og vina.

Heiða heldur sínu striki og er byrjuð á fullu í sjúkraþjálfun og þær mægður fara á hverjum degi í þjálfun ásamt því að hugsa um heimilið og skutla og senda fjölskyldu meðlimum í vinnu, leikjanámskeið og svona dittin og dattin eins og gengur. Húsbóndinn er komin í skítagallann og byrjaður að vinna og allt er svona að detta í réttar skorður. Við erum ánægð með ferðina til Indlands og framfarir hjá Heiðu komu sjúkraþjálfurum mjög á óvart , þeir voru eiginlega furðulostnir yfir þessum framförum. Þeir þekkja Heiðu vel og eiga þessvegna auðvelt með að sjá þessar framfarir eins og við fjölskyldan sjáum svo vel. Þessi ferð var sko hverra krónu virði og nú er bara að halda áfram að æfa og mótivera þessar stofnfrumur og sjá hvað setur.

Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem gerðu okkur kleift að fara þessa merkilegu ferð, við erum svo sannarlega þakklát fyrir alla þá hjálp sem við höfum fengið og vonum svo sannarlega að við séum jafnvel að leggja okkar að mörkum til læknavísinda. Vonandi getum við einnig hjálpað öðrum sem erum kannski í sömu hugleiðingum. Nu tech Mediworld er góður staður þar sem kraftaverk gerast og fólk er virkilega að reyna sitt. Við hittum fullt af fólki sem hefur ekkert nema gott um þennan stað að segja og hefur fengið miklar farmfarir við allskonar veikindum. Við vitum vel að við erum að stíga okkar fyrstu spor í þessum efnum og vonum svo sannarlega að vonin okkar og kraftur skili okkur meiri framförum. Við viljum halda áfram og stefnum á að fara aftur út í nóvember og svo einu sinni á ári eftir það í kannski fimm ár einn mánuð í senn.

Við höldum áfram að reyna að vera jákvæð og þakklát fyrir það sem við höfum og vonandi getum við hjálpað öðrum.

Kæru vinir, okkar dýpstu þakkir fyrir ykkar framlög og okkar bestu kveðjur til ykkar.

Ást og kærleikur og höldum í vonina………………………………….

Heiða og Snorri

 

P.S.     Hvetjum ykkur til að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu og þeir sem vilja hlaupa fyrir Heiðu geta skráð sig á maraþon.is og þegar það er búið er hægt að skrá sig í hlaupahópin Team Heiða. Team Heiða hleypur fyrir Heiðu svo hún geti haldið áfram baráttu sinni við að ná bættri heilsu og láti reyna á fleiri stofnfrumumeðferðir til Indlands með von og vilja að vopni……………………………………Go Team Heiða….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *