Indlandsför á næsta leiti………………

Miðvikudagur 23. sept og ég var að fá póst frá Iceland air að búið er að bóka flug til Indlands, já það er bara komið að því að ég og Heiða leggjum aftur af stað til Nýju Delhi í stofnfrumumeðferð. Við höldum út þann 30.okt. Já það er bara komið að þessu. Að þessu sinni munu við dvelja á Nu Tech Mediworld hjá Dr. Geetu Shroff í um 4 vikur.  Nú þekkjum við aðstæður vel vitum vel hvað við erum að fara út í. Þessi meðferð kostar okkur 20.000 dollara plús flugfar og ýmis kostnaður úti, myndatökur,lyf og fleira og vinnutap hjá mér. Okkur hefur gengið ágætlega að safna fyrir þessu og aðal söfnunin var Maraþonhlaup Íslandsbanka og þar söfnuðust um 700.000kr þar sem ég og Heiða hlupum 10km og svo hélt Hermann Ragnarsson (föðurbróðir Heiðu) upp á afmælið sitt á og það var einnig styrktarkvöld fyrir Heiðu þar sem Hemmi afþakkaði allra gjafir og benti fólki á Styrktarsjóð Heiðu Hannesar og þar söfnuðust um 530.000kr. Takk Hemmi. DSC01622 Það vantar töluvert uppá ennþá, staðan hjá okkur er þá með öllu sem til var á reikningnum ásamt mánaðarlegur styrkjum um 2.400.000 kr. Vonandi reddast þetta og viljum við enn og aftur þakka öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðnig og þökkum alla þá hlýju sem við höfum fundið.

Af Heiðu er það að frétta að hún er mjög dugleg á æfingum og þar sjáum við miklar framfarir og einnig hefur sjónin batnað og í raun eru þetta ótrúlega miklar framfarir hjá henni, hún er auðvitað hörkutól og framundan er að bæta við æfingum. Það má með sanni segja að hún Heiða mín standi sína blikt og engan bilbug er að finna hjá henni.

Við erum spennt að fara aftur út og halda áfram verkefninu okkar í leit að bættri heilsu fyrir hana Heiðu mína og vonandi að ryðja braut fyrir aðra.

Þessi ferð okkar verður helmingi styttri núna og allt svona auðveldara, við vitum svona nokkurnvegin hvað bíður okkar. Stefnan er svo að reyna að fara út einusinni á ári í kannski 5ár einn mánuð í senn.

Sumarið fór barasta vel með okkur Heiðu og börn, Heiða búin að æfa á fullu í allt sumar og ég að vinna, við náðum aðeins að fara upp í  sumarbústað til tengdó um verslunarmannahelgina. Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og nóg að snúast og reynum við okkar besta til að láta allt ganga sem best.

Með hlýju og von

Heiða og Snorri

 

 

One thought on “Indlandsför á næsta leiti………………

  1. Gangi ykkur rosalega vel elskurnar ♡
    Baráttuknús og kvedja til ykkar Heiđu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *