3.Nóvember………………….Hangikjöt og harðfiskur

 

 

Við Heiða sprettum á fætur og það þarf að ganga frá beddanum, búa um og svona dittin og dattin. Morgunmaturinn er mættur og við eigum sjúkraþjálfun kl.11. Við vöknum kl. 8, það er gott að hafa nægan tíma til að græja okkur á morgnana. Heiða er mjög lengi að borða og því gott að hafa tíma og ekki vera í einhverju stressi að græja sig, svo þarf auðvitað að setja makeup og græja hárið, við erum svo heppin að ein af hjúkkunum hún Esther kemur oft til okkar og setur fléttur í hárið á Heiðu, Heiðu fnnst það auðvitað bara æðislegt. Hjúkkurnar mæta til okkar vopnaðar blóðþrýstingsmæli og stofnfrumusprautum og Heiða er mæld og sprautuð og svo förum við niður í sprautuherbergið eftir sjúkraþjálfun og þá verður hún sprautuð í aftan í hálsin og í kjálka.

Dr. Dipin tekur vel á móti okkur og þessi tími fer mikið í það að mæla liðferla og einnig ummál og frá því Heiða var hér síðast þá hefur sú gamla aðeins að bæta á sig sem er mjög gott mál. Allt er tekið upp á videó . Dipin teygir hana vel og finnur greinilega að spasmin hefur minnkað. Hann lætur hana svo setjast upp af rúminu og fæturnar ná ekki gólfi og þannig situr hún og hann ýtir við henni svona til að athuga jafnvægið og Heiða haggast varla og nær að rétta sig af þegar hún er við það að detta, hún bara sat hin rólegast og Dipin var frekar undrandi. Hún hefur verið að æfa þetta heima með hennar frábæru sjúkraþjálfurum þar og þetta er greinilega að ganga vel og klárlegar framfarið og Heiða uppsker klapp og ég var frekar undrandi á þessu. Ég nefnilega fer ekki með hana í sjúkraþjálfun heima og næ því ekki að fylgjast nógu vel með ferlinu. Svo stendur Heiða upp og tekur smá göngu sem gengur vel og klárt mál að henni hefur aðeins farið fram frá því við vorum hér síðast og allir frekar sáttir með þetta.

Svo taka iðjuþjálfaranir við og taka stöðuna á henni og allt tekið upp og við viðurkennum það að Heiða hefur ekki verið i neinni iðjuþjálfun heima sem er ekki gott en við erum að vinna í þeim efnum og erum komin með aðstoðarkonu heim sem gæti verið með Heiðu í iðjuþjálfun heima. Það er ekki alveg komið á hreint hvernig programmið verður en allavega verður sjúkraþjálfun kl.11 og svo iðjuþjálfun sennilega kl.13-30 og svo aftur sjúkarþjálfun um kl. 15. Kemur allt í ljós.

Við fengum svo hádegismat og svo lögðum við okkur aðeins, vá hvað það er skrítið að geta lagt sig aðeins svona yfir daginn, bara frábært, enginn séns á því heima. Ég reimdi svo á mig hlaupaskóna og fór út að skokka, hitin svona um 30 gráður og fínt að skokka aðeins, bara passa sig á bílunum sem eru út um allt en gamli smeygði sér inn á milla bílanna og hikar ekki við að svína á þá ef það þarf og smellir hendinni bara framm og segir stopp, já þið vaðið ekkert yfir heimskautabangsan svo glatt. Ég þarf að fara aðeins fyrr út að hlaupa því það var komið kolsvarta myrkur þegar ég var á heimleið og bara frekar erfitt að sjá, allt frekar ójafnt en ég komst heill til baka, 4,66 km í þetta skipti.

Kvöldmaturinn var ekki Heiðu að skapi en við geymdum smá frá því á sunnudaginn og það kom sér vel núna. Ég logaði allur í kjaftinum og það lá við að ég gæti spúið eldi…………..púff allt of sterkt í þetta skipti. Dr. Hilal læknir kíkti á okkur og við buðum honum uppá hangikjöt af flottustu gerð sem ég smyglaði til landsins og einnig harðfisk, honum þótti þetta lostæti og svo fékk hann döðluköku sem ég bakaði fyrir Heiðu og mikið var hann sáttur við heimskautabangsana, ég sagði að þetta væri gjöf frá landinu kalda en hann sagði að þetta væri………….love……….Þeir eru ekkert vanir svona. Hann sagði okkur að nú væri mjög hart tekið á því ef fólk neytir nautakjöts, ný ríkisstjórn komin og þetta tekið hörðum höndum og sem dæmi þá sagði hann okkur frá einhverri hátíð sem múslimar voru að halda uppá og fréttst hafði að einhver fjölskylda væri að borða nautakjöt og lögreglan mætti á staðin og skaut heimilifaðirinn, vá þvílíkt rugl í gangi, þetta er ótrúlegt………….maður er bara í sjokki, eins gott að ég kom ekki með nautakjöt hingað………….púff.

Heiða fór í sturtu, já nú kom heitt  vatn úr krananum, ég var búin að kvarta yfir þessu. Hjlóðbóka hlustun tók við og svo draumalandið. Heimskautabangsarnir hugsa heim til barnanna sinna og fjölskyldu þar sem þau takast á við sín daglegu verkefni. Við erum heppin að hafa fæðst á Íslandi.

Heidi og Snorri

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *