Afmæli og Ping Pong……………….

 

Lífið hér á Nutech Mediworld gengur svona sinn vanagang, amstrið fram á gangi byrjar um kl. 7 á morgnana en bangsaparið á 106 vakna kl.8. Fyrst er það morgunmaturinn og svo er það sjúkraþjálfun kl 11. Hér er slatti af sjúklingum sem dvelja hér, einhverjir frá Saudi Arabíu, indverjar og svo hann Vladimir frá Rússlandi og allir eru að glíma við allskonar veikindi og fatlanir, allir í stofnfrumumeðferðum ásamt allskonar þjálfun. Fólk sem kemur hingað til að prófa þessa meðferð og til að reyna allt sem það getur til að bæta líf sitt. Það er töluvert af börnum sem koma yfir daginn, en þau eru yfirleitt í öðrum sal.

Við hittum Dr. Geetu og áttum smá fund með henni, svona fórum yfir málin og hvernig planið væri. Heiða mun að öllum líkindum fá mænulegg tvisvar sinnum, fyrst í fimm daga og svo í 3 daga, svo eru það sprautur í ökkla, hnéspætur,mjaðmir,bakið og í andlitið og augu. Jotyi framkvæmdarstjóri sagði okkur að það hefði birst grein með viðtali við okkur í einhverju blaði hér í borg, það var tekið viðtal við okkur þegar við vorum hér síðast. Ég ætla að reyna að nálgast þetta blað með einhverju móti. Ekki á hverjum degi þar sem birtist viðtal við tvo heimskautabangsa í blaði á Indlandi, veit ekki hvort ég á að segja ,, í Indlandi eða á Indlandi‘‘…………….

Ég hef verið að bjóða starfsfólkinu hér að smakka hangikjötið sem ég kom með og harðfisk, hjúkkurnar flesta eru sjúkar í hangikjötið, margir þora ekki að smakka og svo er það þannig hér að suma dagana eru sjúkraþjálfararnir grænmetisætur og suma ekki, sumir eru eingöngu grænmetisætur, sumir borða flest, hvernig í ósköpunum á maður að skilja þetta. Ræddi þetta við hjúkkurnar og þær skilja þetta ekki heldur, þær segjast bara borða allt hvort sem það sé kjöt, fiskur eða grænmeti, en þær eru krisnar og flestir hinir eru hindúatrúar og þar er sko margt í gangi.

Sjúkraþjálfun hefur gengið vel og í dag 6.nóv þá sló hún metið sitt í að standa ein án stuðnings i spelkunum sínum, hún stóð í 15 mín og þá hreinlega urðum við að stoppa til að fara gera annað, þetta var ekkert mál hjá henni, hún vaggaði svolítið en hélt jafnvægi og hreyfði höfuðið til hliðanna og spjallaði. Algjörlega frábært hjá henni.  Það gekk vel í göngunni og Heiða gerir þetta svona nánast án þessa að hugsa og núna eru við að æfa að snúa og beygja með grindina og það er erfitt fyrir hana ,sérstaklega að snúa grindinni með höndunum en í dag þá gerði hún þetta nokkuð vel. Góður tími hjá henni. Við fórum beint í iðjuþjálfun, allt tekið í einum rikk núna því að í dag 6. nóv þá er haldið uppá 19.árið hér í Nutech og allir koma saman í salnum og spila borðtennis, mikið hlegið og mikið fjör, Dr. Geeta tók í spaðann og var bara helvíti góð,Dr. Geeta Shroff hún spilaði við Jotyi og hafði betur, ég greip einnig aðeins í spaðann og stóð mig bara vel. Gaman að þessu og allir léttir, gaman að sjá staffið svona afslappað, yfirleitt eru flestir svo kurteisir og svona hengdir upp á þráð…………..DSC01933

Heiða fékk sprautur í dag í ökklana, hnéspot, neðst í bakið og í kringum nefið svo einnig í æð. Veðrið er bara fínt, svona um 30 stig á daginn og fer kannski niður í 18 stig á nóttunni, sólin skín er nær nú ekki mikið í gegnum mistrið og er í ótrúlegum litum.DSC01863

Bestu kveðjur á klakann

Heidi and Snorri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *