Anna, Hannes og Dóra Mjöll……..við eru á leiðinni heim…..

Jæja, þá er búið svona nánast að pakka öllu niður í töskur og hugurinn komin hálfaleið heim. Þetta er síðasti dagurinn okkar hér í Nutech Mediworld í Nýju Delhi á þessu ári. Allt hefur gengið vel hjá okkur, tíminn stundum lengi að líða en þessu verkefni er nú loks að ljúka.

Við fórum í gær, laugardag, út að borða með öllu starfsfólkinu sem telur um 70-80 manns. Okkur var einnig boðið í bíó með þeim en við afþökkuðum það og sáum svo ekkert eftir því þegar flestir sögðu okkur að þetta hafi verið mjög leiðinleg mynd og ekki nóg með það þá fóru þau í bíó kl.9 um morguninn………………hehehe . Við vorum sótt um kl.12 og við keyrð á veitingarstaðinn, við vorum fyrst á staðinn ásamt Mr. David og svo fór liðið að týnast inn. Það var gaman að sjá allt staffið í sínu fínasta og bros skein úr hverju andliti. Maturinn var góður og þetta var í fyrsta skipti sem við Heiða förum út að borða hér í borg. Við vorum svo keyrð heim. Gaman að þessu.

Við viljum þakka öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðning, ýmist með frjálsum framlögum og  hvatningarorðum. Þetta er algjörlega ómetanlegt og það er ykkur að þakka að við Heiða getum reynt að bæta hennar heilsu á hverjum degi, svona stuðningur gerir okkur kleift að lifa saman og njóta hvors annars. Í okkar augum eru þið öll hetjur.

Við Heiða sendum ykkur öllum bestu kveðjur og njótum samveru fjölskyldu og góðra vina nú um komandi hátíð. Guð blessi ykkur öll.

Ást og kærleikskveðjur frá Nýju Delhi.

Uppáhalds jólalagið hennar Heiðu fylgir með……………..

Heiða og Snorri.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *