Flugeldar, raunir hlauparans og mænuleggur………….

 

DSC02013

Beðið eftir sprengjunum……….

DSC02000

Slreytingar í tilefni af Divali, stærðsta hátíð hindúa…………..

Það var töluvert sprengt af flugeldum hér í Delhi í gærkveldi og fram á nótt, við Heiða fórum út um kl. 19 og ætluðum að njóta ljósadýrðarinar en það var nú ekki mikið að sjá en starfsfólkið hér var búið að kveikja á kertum út um allt og skreyta, sem var mjög flott. Við fórum svo aftur út um kl 20-30 þvi  staffið hér sagði okkur að þá yrði allt vittlaust og allir að sprengja. Við fórum í léttan göngutúr svona til að athuga hvort indverjarnir væru jafn klikkaðir og íslendingar þegar kæmi að  því að sprengja flugelda. Okkur heimskautaböngsunum fannst nú ekki til mikils koma, þetta voru jú háir hvellir og smá ýlur hér og þar en þeir eiga langt í land ef þeir ætla að keppa við ísþjóðina í hvellettu keppni. En engu að síður var gaman að upplifa þetta og vera hér á þessum hátíðardögum þeirra hindúa. Við Heiða fengum meira að segja gjafir frá staffinu, Heiða fékk einhverskonar veski með fallegum útsaum, svona ekta indverskt og ég fékk litla bók og penna, þar get ég kannski punktað niður ýmisatriði sem gott væri að koma á blað.

Við fengum pizzu í kvöldmatin frá Dominos, sennilega út af því að kokkurinn væri í fríi og ekkert óeðlilegt við það og við Heiða sláum nú ekki hendinni á móti einni Dominos svona í tilefni dagsins, en eitthvað hefur þetta skolast til hjá þeim því að 5 mínútum síðar kom einn starfsmaðurinn með kvöldmatin okkar. Við Heiða vorum með 2 Dominos pizzur og einnig tvo kúgaða diska af indverskum kjúklingaréttum. Það var nóg að gera hjá okkur að gæða okkur á hátíðarmatnum, allavega skárri matur en sá sem hún mágkona mín á Selfossi lætur sér til munns, en þar á bæ, samkvæmt áræðinlegum heimildum er verið að naga þar sviðalappir í gríð og erg , sem eru kannski alveg ágætismatur. Hvernig væri pizza með sviðalöppum, pepperoni og rjómaosti.

DSC01955

Múrari að störfum…..

Í dag mun Heiða fara í mænustungu þar sem legg er komið fyrir í mænugöngunum og stofnfrumum sprautað þar inn. Stofnfrumum er sprautað 3 sinnum á dag með 2 tíma millibili. Hún mun sennilega vera með legginn í 5 daga og má ekki fara út, þarf að liggja fyrir að mestu en má alveg fara í stólinn sinn og teygja úr sér. Það verður lítið um sjúkraþjálfun þessa daga en Dr. Dipin mun koma upp til okkar og teygja á henni og ef Heiða treystir sér þá getur hún farið í iðjuþjálfun.

Dr. Hilal vinur okkar, sem er læknir hér, kíkir reglulega á okkur og fær hjá mér harðfisk og annað góðgæti sem við komum með hingað, kúlusúkk, Rískubba  og honum fannst döðlukakan mín alveg geggjuð. Það er alltaf gaman þegar hann kíkir við, grínast og gantast og það væri gaman ef hann hefði tök á því að koma til Íslands, vantar okkur ekki lækna……Hann er múslimi og góður húmoristi.

Ég er ferlega svekktur því að það er eitthvað að mér í vinstri kálfa og ég get ekki skokkað, hef fari fjórum sinnum út að hlaupa og það gerir mér virkilega gott og ég ætlaði sko að nýta tímann minn hér til að skokka og vinna í ,, the safty circle´´ í fjórðu ferð minni um stíga skógins og allt gekk vel og ég að nálgast 7 kílómetrana og allt í standi þá allt í einu gerðist eitthvað í vinstri kálfi, ég þekki þetta því þetta gerðist fyrst í sumar þegar ég var að æfa mig fyrir 10km í Reykjavíkurmaraþoninu, ég varð að hvíla vel, fann það að ég yrði að hvíla þetta, svo í hlaupinu sjálfu þegar ég hlunkaðist með Heiðu mína og var komin 5km þá gerðist þetta aftur og ég klárði hlaupið nánast á einum fæti. Síðan þá hef ég hvílt og ekkert hlunkast. Allt virtist vera í lagi þegar ég byrjaði að bruna um Delhi borg en ekki svo að þetta kom aftur, mér til mikilla ama og leiðinda. Svona er þetta nú bara og ekkert við því að kvarta, vandamálið er lítið miðað við margt annað. Heiðu fannst þetta mjög leiðinlegt, hún var svo fegin þegar ég fór að hlaupa þá fékk hún smá frið frá gamla tuðaranum………….hahahahaha. Jarðskjálftamælar hér í borg hafa vart haggast eftir að ég lagði hlaupaskóna á hilluna, í bili að minnsta kosti.

Heiða mín stendur sig svaklega vel og allir hér dáðst að henni og hjúkkurnar eru mjög áhugasamar um hárið hennar og finnst makeup artistinn hennar sýna góð tilþrif þegar hann fer fimlegum höndum um maskarann, púðrið og blýantinn. Við erum svoldið að vinna i hliðarskrefunum hennar Heiðu, hún a erfitt með að taka hliðarskref til hægri, aðeins auðveldara til vinstri. En næstu dagar fara í rúmlegu þar sem ég mun reyna að hafa ofan fyrir henni með söng og töfrabrögðum og jafnvel búkslætti.  Hljóðbækur munu vera vel nýttar, þökk sé hljóðbókasafni Íslands.

Farið vel með ykkur kæru vinir og bestu kveðjur á eyjuna blautu………….

 

Heidi og Snorri

2 thoughts on “Flugeldar, raunir hlauparans og mænuleggur………….

  1. Vid Friedhelm eigum indverskan vin og nágranna og var einmitt bođiđ til risa matarveislu í gær í tilefni dagsins í gær
    Bestu kvedjur til ykkar ùr ‘vorblídunni’ í Hamborg. 17 grádur sýnir útimælirinn takk fyrir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *