Harðfiskur, Bítlanir, stofnfrumur og París………………

Það er nú ekki mikið að frétta af okkur Heiðu, enda ekkert merkilegt fólk, þannig, allavega ekkert merklegra en hver annar.  Síðustu dagar hafa farið að mestu í rúmlegu hjá henni Heiðu minni, hún fékk mænulegg síðasta fimmtudag og hefur stofnfrumum verið sprautað í legginn þrisvar sinnum á dag síðustu daga en leggurinn verður fjarlægður í dag. Heiða hefur verið að hlusta á hljóðbækur og núna er það Minningar Geisju, Heiðu finnst hún afargóð og skemmtileg. Hin sérlegi aðstoðarmaður Heiðu hefur , það má geta þess að hann er einng ástmaður hennar og unnusti, látið tímann líða með því að m.a. að horfa á heimildarmynd um Bítlana og allt sem fylgdi þeirri ágætu hljómsveit frá Liverpool, þar voru á ferð ákaflega geðlegir piltar og fallegir sem sendu frá sér afar góða tónlist sem mun lifa með okkur lengi, tímamóta hljómsveit. Nóg um þá félaga.

Þessir síðustu dagar hafa verið rólegir og frekar lengi að líða en við Heiðu höfum um margt að spjalla og getum einnig þagað saman, sem ég tel að sé svolítil kúnst. Aðeins búin að maula á góðgæti frá eyjunni köldu og það gengur á harðfiskinn, sem er nánar tiltekið frá Vestmannaeyjum, afar góður fiskur og með dálitlu smjéri er fátt annað sem stenst samanburð við þessa góðu matvöru, þetta er þorskur, alin upp við íslandsstrendur, Heiða vill ekki sjá þetta og tekur fyrir nefið í hvert sinn sem ég rigga fisknum upp og byrja að smjatta á honum eins og ungabarn sem smakkar banana í fyrsta skipti. Reyndar hef ég farið nokkrar ferðir til að ná í jarðaberja shake handa fallegu konunni minni, þarf ekki að fara langt og kallarnir þar á bæ heilsa mér með virtum og ég Bretar réðu hér ríkjum þangað til 1947 að mig minnir og það má sjá minnjar frá þeim tímum víða, m.a. póstkassa. Shakin rennur ljúflega niður og má í raun segja að þessi stund með shakin í hönd sé frekar stór stund á herbergi 106 sjeikinn á Vestó er nú mun betri en þetta verður að nægja og er bara alveg ljómandi gott.

Mikið vonum við Heiða að þessar ferðir okkar hingað muni skila okkur árangir, við höfum séð miklar framfarir hjá henni og ýmislegt merkilegt að ske í hennar bataferli. Vonandi heldur sú þróun áfram en þetta eru lítil skref en það eru einhvernvegin lítið um skref afturábak, eiginlega enginn.

Við höfum svoldið fylgst með fréttum og auðvitað fóru hörmungarnar í París ekki framhjá okkur. Maður hugsar með skelfingu um þessa þróun mála og þessa miklu og hræðilegu ógn sem hryðjuverk eru. Hér á  Indlandi er ekki mikið umm hryðjuverk, það var fyrir um 3 árum í Mumbay sem framin voru hryðjuverk. Við fréttum allavega ekki af hryðjuverkum hér en það ríkir samt töluverð spenna á milli Indlands og Pakistan. Indlandi var skipt árið 1947 í Indland og Pakistan, múslimar vildu skipta landinu og úr varð að múslimar voru í Pakistan og hindúar í Indlandi.

Nú er Heiða að fá síðustu stofnfrumurnar í mænulegginn og þegar leggurinn verður fjarlægður þá verður tekin góður göngutúr, þarf aðeins að viðra gömlu………….

Bestu kveðjur

Heidi og Snorri.

 

One thought on “Harðfiskur, Bítlanir, stofnfrumur og París………………

  1. Góður að skrifa Snorri minn, fallegur stíll og alles. Gangi ykkur vel og skilaðu kveðju.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *