Indland………….Heiða er á leiðinni….

30. okt.

Við vöknum snemma því nú er stór dagur hjá okkur Heiðu, nú skal flogið til Indlands í annað sinn ti að fara í stofnfrumumeðferð hjá Dr. Geetu Shroff.

Búið að troða í töskur, föt, lyf, tölvu og blutooth hátalar sem er mikið atriði að hafa með, nú einnig skurðarbretti og hníf, snyrtivörur og allskonar dót en eitt það mikilvægasta er að hafa nóg af nammi, Rís kubbar eru núna í uppáhaldi hjá Heiðu, lakkrísbombur og auðvitað tobleron. Ég sauð hangikjöt til að gefa Dr. Hilal og slatti af harðfiski er með í för, ég var kallaður síðast  ” the man with the smelly fish”.

Tengdó voru mætt til okkar snemma, þau ætla að hugsa um börnin okkar og búa heima , tengdapabbi skutlar okkur upp á flugvöll. Foreldarar mínir sjá um helsta skuttleríið á börnunum, mikið skutl þegar börn eru í hinum  ýmsu tómstundum. Allir reyna að hjálpast og mikið hvað við erum þakklát fyrir það, án þeirra væri þetta ekki hægt. Takk foreldrar.

Við áttum flug til Frankfurt kl. 7-30 og allt gekk vel og við sváfum mest allt flugið, DSC01793þegar til Frankfurt var komið tók eldri kona á móti okkur og fylgdi okkur í næstu vél, við höfðum bara klukkutíma á milli og þurftum að flýta okkur, gamla konan spretti út spori og ég mátti hafa mig allann við að hafa í við hana. Með smá stoppi á wc var brunað í næsta terminal og sú gamla þaut áfram eins og eldibrandur og ég á eftir henni. Þetta hafðist og okkur var fylgt út í vél. Við flugum með Lufthansa í stærstu flugvél sem ég hef séð, 3 hæðir og þvílíkt ferlíki og í raun ótrúlegt að svona flikki skuli geta flogið, upp fór hún og flugið var fínt, stjanað við okkur um borð og það fór vel um okkur, við vorum á busness class og allt annað líf, allt miklu þægilegra, það er svo mikill munur að það fari vel um Heiðu á svona löngu ferðalagi, bara allt annað. Það var töluverð seinkun á þessu flugi, við vorum alveg  klukkutíma í vélinni áður en hún fór á loft. 7 tíma flug sem gekk vel. Þegar við lentum í Delhi var mikið af fólki á vellinum og miklar raðir og tafir en allt hafðist þetta.DSC01803 Við vorum komin upp á Nu tech Mediworld um kl 5 um nóttina, dauðþreytt en fegin að vera komin. Næturverðirnir tóku vel á móti okkur og við fengum sama herbergi og við vorum í síðast. Þreytt og lúin lögðumst við á koddann, spennufall og einnig spenningur að vera komin aftur.

Við sváfum til kl. 14 og þá byrjaði staffið að kikja á okkur, við voru föðmuð og knúsuð og boðin velkomin, hér er nánast alveg sama fólkið að vinna og allt eins og það var síðast og manni líður eins og maður hafi bara skroppið frá í stuttan tíma. DSC01805

Meðferðin byrjar í raun strax, Heiða fékk fyrstu stofnfrumuspautuna nánast strax og Joyti framkvæmdarstjóri bauð Heiðu að fara í sjúkaraþjálfun þó svo að það væri sunnudagur, allt staffið er í vinnu þó að það sé frídagur vegna þess að á þriðjudaginn kemur þá eru að koma fulltrúar ríkisstjórnarinar að skoða staðinn og kynna sér allt og kanna starfsemina og þess vegna eru allri að vinna við að undirbúa þessa mikilvægu heimsókn, allir voða spenntir yfir þessu og mjög jákvætt fyrir Geetu Shroff að ríkið sé að sýna þessri stofnun áhuga.

Maturinn er sá sami, kjúlli í allskonar sósum og kryddaður á framandi hátt, við fórum á markaðinn í gærkveldi til að versla ost og diet coke og ávexti. Hitastigið hér núna er um 30 plús á daginn og mistur. Fór í hraðbankann og vörðurinn þar þekkti okkur strax og heilsaði okkur og bauð okkur velkomin aftur.

Við Heiða eru spennt að vera komin aftur og halda áfram þessari meðferð, viðurkenni alveg að ég væri sko alveg frekar til í að vera heima en við viljum láta á þetta reyna og þetta er staðurinn.  Vonandi eftir þessa ferð á Heiða eftir að sína meiri framfarir. Við ætlum að dvelja hér í 4 vikur og vera dugleg að æfa okkur og fagna þessum stofnfrumum og bjóða þær velkomnar.

Munum að hugsa um heilsuna, það gerði Heiða ekki. Heilsan er það mikilvægsast í okkar lífi. Kærleikskveðjur frá heimskautabangsunum í Nýju Delhi sem ætla að gera sitt besta til að reyna að bæta lífið hennar Heiðu og um leið mitt og barnanna okkar og fjölskyldu.

Heidi og Snorri

 

One thought on “Indland………….Heiða er á leiðinni….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *