Mánudagurinn 2. Nóvember

Heimskautabangsarnir í herbergi 106 vakna við vekjarklukkuna og kl er 8 í Delhi borg. Nú byrjar ballið og hefðbundnir dagar taka við, eigum okkar fyrsta tíma í sjúkraþjálfun kl. 11 og þá er líklega vídeo upptaka svona til að sjá hvernig Heiða er í skrokknum.Heiða er byrjuð að fá stofnfrumur og fær sennilega slatta af sprautum í dag. Morgunmaturinn er ommiletta, kornflex ristað brauð og diet coke ásamt tómatsósu. Læknarnir flykkjast inn til okkar til að heilsa en við höfum ekki enn hitt Dr. Geetu ennþá. Dagurinn leggst vel í okkur og Heiða svaf vel og er tilbúin í slaginn.

Heiða hitti sjúkraþjálfarann í gær og það voru fagnaðarfundir og hann teygði vel á henni, hann var ánægður með hana og fannst hún vera með minni spasma. Við hittum nánast alla í gær og einnig Dr. Akshy sem er iðjuþjálfari, allir brostu breitt til okkar og buðu okkur velkomin. Við höfum ekki hitt neina sjúklinga ennþá en ég held að við séum þau einu frá evrópu, kemur í ljós. Það er komið borðtennis borð niðri í sjúkraþjálfun og Esther hjúkka bauð mér í borðtennis og við tókum smá ping pong, einn af læknunum kom og tók leik við mig og það er skemmst frá því að segja að karlkynsheimskautabangsin vann alla sína leiki, læknirinn brosti ekkert út af eyrum…………………hahahaha, Heiða horfði á og hvatti sinn mann. Við kíktum svo út í göngutúr og fórum í garðinn, hitastigið um 30 gráður á daginn og kannski 20 á nóttunni. Við gengum í gegnum skóginn og að vatninu sem við eru vön að fara að, mikið mistur og aparnir á sínum stað og mikið glápt á okkur, það dimmir svoldið fyrr núna og þegar við voru að ganga heim þá var komið myrkur og einnig mikið mistur og það var frekar drungalegt að ganga í gegnum skóginn og um leið að hlusta á öll þessi skrítnu hljóð út um allt…………..hehehe en við komumst heil heim.

Heiða ætlaði í sturtu í gærkveldi en það er nú ekkert hlaupið að því að bara skrúfa frá krananum og demba sér í eina góða sturtu, heita vatnið hér er hitað upp með sólarorku og eitthvað var hitunin ekki í lagi því ég lét vatnið renna í um það bil klukkutíma og ekkert gerðist, frekar pirraður fór ég framm og talaði við staffið og þeir fóru eitthvað upp og sögðu okkur að bíða aðeins lengur en ekkert gerðist og Heiða fór ekki í sturtu, já við búum við lúxus heima. Jæja að þýðir ekkert að pirra sig á þessu. Heiða hlustaði á hljóðbók og ég græjaði beddan minn og svo var lagst á koddann til að safna kröftum fyrir fyrsta alvörudaginn hér í Nu tech Mediworld.

Kærar kveðjur

Heidi og Snorri

2 thoughts on “Mánudagurinn 2. Nóvember

  1. Gott að heyra frá ykkur, gangi ykkur allt að óskum , elsku Heiða og Snorri! <3 Bestu kveðjur, Anna M.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *