Óvæntur gestur, sigrar og ósigrar í borðtennis…………..

 

Heil og sæl, það er allt gott að frétta af okkur Heiðu. Dagarnir hér í Nýju Delhi eru allir svona ósköp svipaðir. Heiða fékk aftur mænulegg og var með hann í 3 daga, það gekk allt mjög vel, hún hlustaði á hljóðbækur og horfði á skemmtiatriði með mér, söngur, rímur og magadans, sem vakti mikla kátínu og uppskar mikinn hlátur, sko magadansin. Svona magadans er einungis í boði fyrir útvalda…hehehe.

Heiðu hefur gengið vel á æfingum og helstu framfarir hennar eru að ýta grindinni áfram og einnig er sjónin enþá að lagast, sem er auðvitað alveg geggjað, hún segir að þegar hún einbeitir sér þá sér hún nánast allt andlitið á mér, henni auðvitað til mikillar skelfingar, sko að sjá á mér allt andlitið en þetta eru stórtíðindi að sjónin sé ennþá að lagast.

Við förum auðvitað út að ganga og fáum okkur shake og svoleiðis, kikjum á apana og öndum að okkur mengaðasta lofti í heiminum, jakkkk.

Við fengum óvæntan gest til okkar um daginn, ekki var það sendiherrann aftur heldur ferfætlingur með langt skott………………….ég lá í rúminu hennar Heiðu og Heiða sat í stólnum sínum og við vorum eitthvað að spjalla þá verð ég var við einhvern skugga þjóta hjá en veitti því svo sem enga sérstaka athygli. Svo þegar við erum svona að undirbúa okkur í háttinn þá sé ég hvar stærðar mús skottast um herbergið, vitandi það að Heiða er nú engin sérstakur músavinur, svona almennt, þá bið ég hana að anda rólega því ég þurfi að segja henni að við séum nú ekki alveg ein, það væri hér gestur sem væri nú ekki velkomin en þessi gestur gerði nú engum mein…………….heheheheh ég hringdi á björgunarsveitnina og þeir mættu galvaskir og losuðu okkur við gestinn. Svo var hafðst handa við að finna hvar Jenny litli komst inn og að öllum líkndum kom músarangin inn undir svalahurðinni og þá var teipið tekið fram og hurðin teipuð í bak og fyrir til að varna því að fleiri gestir myndu kíkja í heimsókn á 106.  Þetta var stærðar mús, ekki rotta. Blessuð sé minning hennar…..R.I.P.

Borðtennismótið hefur verið í fullum gangi, þetta er stór vinnustaður og tekur langan tíma að leyfa öllum að spila en svo þegar komið var að 10 manna úrslitum þá var íslendingurinn kallaður inn í mótið, höfðu víst séð hann munda spaðann og sáu að hann þurfti ekkert að spila fyrr en seint í keppninni, já gamli Þróttarinn var mættur við annan endan á borðinu og atti kappi við Mr. David. David er frá Skotlandi og hefur verið hér í um 20 ár, hann veit allt um fótbolta og hrósaði landsliðinu okkar fyrir að vera komin á EM. Það er skemmst frá því að segja að það tóku sig upp gamlir borðtennistaktar síðan úr Glaðheimum þar sem keppandinn frá Íslandi spilaði oft og iðulega við félaga sína á borðtenniskvöldum í samkomuhúsinu Glaðheimum í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. Skotin sá vart til sólar og mátti hafa sig allan við að svara snúningum íslendingsins og átti engin svör, burst í tveimur leikjum og heimskautabangsin var komin áfram.  Næsti leikur var við sjúkraþjálfaran hennar Heiðu, Dr. Dipin, í þessari viðureign þurfti víkingurinn úr norðri að hafa sig allann við og átti engin svör við snilldar töktum sjúkraþjálfarans og þurfti að játa sig sigraðan í tveimur leikjum og hafði það á orði að hann væri nú gestur hér og þetta væri nú ekkert sérstaklega gestrisið að gera svona lítið úr gestinum og að hann væri nú bara heppin að halda vinnunni sinni við að þjálfa Heiðu, frekar fúll þurfti ég að sætta mig við tapið en þakkaði pent fyrir mig, já ég var dottin úr leik. Bara svo það komi fram þá hafa þessir kappar verið að æfa sig á hverjum degi í marga mánuði og þess heldur alveg örugglega á ólöglegum lyfjum………………………..hehehehe.

Heiða í góðum félagsskap.........

Heiða í góðum félagsskap………

Æfingar hafa gengið vel og Heiða heldur sínu striki og nú fer að styttast í heimför, hún fær mikið af stofnfrumum þessa dagana. Okkur var svo boðið að koma með staffinu að spila Kriket hér í nágrenninu. Við röltum af stað og vorum samferða einum starfsmanni hér, hann er í hjólastól og við röltum með honum í brjálaðri umferð og þegar við komum á staðinn voru menn í óða önn að græja krikket völl. Þetta var svona opið svæði, moldarflag, allt í drasli því það hafðir verið brúðkaup þarna köldið áður. Stelpurnar spiluðu blak og strákarnir spiluðu krikket.

Blak liðið klárt í slaginn.....

Blak liðið klárt í slaginn…..

 

Krikket, aðalsportið hér í Nýju Delhi............

Krikket, aðalsportið hér í Nýju Delhi…………

Við Heiða fylgdust með og höfðum gaman að, mikið hlegið og gert grín. Við vorum einum skjólstæðingarnir þarna og tilheyrum nú the Nutech family, og á laugardaginn förum við út að borða með þeim, fallega boðið af þeim. Það er ungur strákur hér í meðferð, hann fæddist fatlaður, hann er 18. ára gamall og kemur hingað með móður sinni á hverjum degi. Afi hans kom einn daginn og fór að spjalla við okkur og sagði okkur að hann hefði komið til Íslands, fór upp á jökul og fannst frábært að heimsækja landið. Einn daginn þegar þau mæðgin komu á æfingu þá réttir hún mér 500 krónu seðill og sagð að pabbi sinn hefði ekkert að gera með þennan pening en hann ætti að geta nýst okkur……………mér fannst þetta skemmtileg. Sonur hennar er mjög hrifin af hvítu fólki og segist hafa fæðst á röngum stað í velöldinni. Hann varð strax mikill aðdándi okkar hér og spurði mikið um fótboltann á Íslandi. Hann fylgist mikið með fótbolta og mig langar að senda honum íslenska landsliðs búningin í fótbolta svo hann geti klæðst honum þegar EM er í gangi, verðu þá líklega sá eini í Indlandi sem á búninginn.

Dhruv og mamma hans.....

Dhruv og mamma hans…..

Hlökkum til að koma heim og knúsa púkana okkar og fjölskyldu og að hefja jólaundirbúninginn, það jafnast ekkert á við það að koma HEIM………….

Bestu kveðjur

Heidi og Snorri

3 thoughts on “Óvæntur gestur, sigrar og ósigrar í borðtennis…………..

 1. Ahh gott að fá fréttir frá ykkur 🙂 Æði að heyra með að sjóninn hafi bæst meira:)))

 2. Takk fyrir nýjustu fréttir frá Nýju Delhi frændi :). Gangi Heiðu rosalega vel síðustu dagana og hafið það gott elskurnar

 3. Halló Halló Snorri minn
  Frábært að lesa með hana Heiðu þína
  Hún er svo dugleg
  Þú er með sama íþrótta andan og hann bróðir þinn
  hann lenti víst í 5 sæti segja heimildir ahaha..
  Gángi Heiðu þinn sem best minn kæri.
  Knús til ykkar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *