Sjúkraþjálfun………….

 

Ég kem mér fyrir í hjólastónum hennar Heiðu, passa mig að vera ekki fyrir. Loftkælingin er ekki í gangi en nokkrar viftur eru að hreyfa loftið, það er allt í lagi að kælingin sé ekki í gangi því það er ekkert svo heitt. Heiða liggur á bekknum og bíður eftir Dr. Dipin. Tíminn byrjar kl.11 og við erum mætt aðeins fyrr svo ég getir gert Heiðu klára fyrir tímann. Heiða liggur á bekknum sem er með bláu laki og koddaveri í stíl, hún lygnir aftur fallegu bláu augunum og bíður eftir að Dr. Dipin byrji á teygjunum. Sjúkraþjálfararnir eru allir í kaffi en svo fara þeir að týnast inn einn og einn. Dipin er aðeins of seinn. Hann býður okkur góðan daginn og brosir. Hann er svona cirka 35. ára, skemmtilegur og þægilegur að vinna með. Hindúi, á konu og litla stelpu. Hann er stundum að æfa einhver dansspor, og greinilegt að hann er eitthvað að stúdera dans, ég spyr hann út í þetta og jú ég hafði rétt fyrir mér. Hann segir okkur að bróðir hans sé að fara að gifta sig og þá er mikil veisla, sem stendur nánast yfir í 3 daga og þá er dansað og greinilegt á honum að það skiptir miklu máli að vera með sporin á hreinu og hann tekur þetta mjög alvarlega. Á bekknum við hliðina á Heiðu , vinstra megin, er lítil drengur sem er að koma í fyrsta sinn veit ekki hvað er að angra hann en foreldrar hans komu með hann og sjúkraþjálfari er að skoða hann, svo eru einn mænuskaddaður karlmaður á fullu í þjálfun, hann er að koma hingað í annað sinn og er ánægður með árangurinn. Það eru aðstoðar menn að hjálpa til, kvikir í snúningum að sækja hitt og þetta sem vantar, ná í hjálpartæki og svona það sem til þarf. Sjúkraþjálfunarherbergið er kannski um 100 m2, gult og hvítt á litinn og mikið af speglum og bekkjum, allskonar göngugrindur og tæki og tól og ekkert sérstaklega vel útbúið en einhvernvegin allt sem þarf. Aðstandendur sitja flestir frammi á bekk en ég er svona í seilingar fjarlægð frá Team Heiðu, svona til taks ef eitthvað þarf að græja. Þegar Dr. Dipin er búin að teygja vel þá kem ég til skjalana og set spelkurnar á fæturnar hennar, sér smíðaðar spelkur frá Stoð og svo frekar hallærislegir inniskór yfir, einnig sérsmíðaðir. Heiða liggur á bekknum og þegar spelkurnar eru klárar þá sest hún upp, í fyrstu þá gat hún ekki sest upp en núna rífur hún sig upp. Smá teigt á bakinu og svo dregur Dipin hana framm á brúnina á bekknum þannig að fætur hennar lafa niður en ná ekki niður á plastparketið sem er í mahoni lit, eða er þetta hnota en hvað um það, þarna situr hún með fæturnar lafandi og heldur jafnvægi, hendur á læri og hann svona ýtir við henni svona til að láta reyna á jafnvægið, Heiða vaggar til hliðanna og heldur jafnvægi. Aðstoðarmaðurinn að indverskum ættum, klæddur í dökkbláann póló bol, dökkgráar buxur, vel girtur í lakkskom nær í göngugrind handa Heiðu. Heiða tekur um grindina með báðum höndum, vinstri er mun betri en sú hægri, fyrst vinstri og svo hægri, ég þarf aðeins að hjálpa henni með að opna hægri lófa vel, svo að fingurnir ná almennilegu gripi utan um grindina. Einn tveir og þrír og upp stendur hún, hávaxin, glæsileg og dökkblái pólobolurinn á aðstoðarmanninum má skammast sín í samanburði við fallegur augun hennar Heiðu, svo blá og glitrandi. Í fyrstu kemur Heiða sér í góða stand stöðu og réttir sig af, hún er alltaf aðeins skökk út af mjöðunum og hægri hendin er svo stíf. Hún sleppir grindinni og reynir að standa alein án aðstoðar, hún vaggar aðeins og svo finnur hún jafnvægispunktinn og Dipin sleppir henni og hún stendur sjálf. Einbeitt og viljasterk tekst hún á við að halda jafnvægi og að koma skilaboðunum til heilans að nú eigi að halda jafnvægi. Henni gengur mjög vel að halda jafnvæginu og nær meira að segja að slaka aðeins á höndunum. Hún stendur í góðan tíma og svo grípur hún um grindina og byrjar að ganga af stað, vinstri fóturinn fyrst og svo hægri, ýtir grindinni, henni gengur mun betur að ýta grindinni og greinilega framför þar á ferð, gangan sjálf gengur ágætlega og hún er frekar snögg að taka skrefin. Næst er að að sitja á bolta, jafnvægisæfingar. Boltaæfingin er frekar ný en lofar góðu.

Við yfirgefum kjallarann, nokkuð ánægð með tímann, troðumst í litlu lyftuna og höldum að herbergi 106. Smá pása áður en við förum í seinni tímann í sjúkraþjálfun.

Ekki annað en hægt að dáðst af dugnaði Heiðu og þeim sterka vilja hennar til að bæta líf sitt eins og henni er mögulegt.

Bestu kveðjur úr herbergi 106 í Nutech Mediworld, Nýju Delhi.

 

3 thoughts on “Sjúkraþjálfun………….

  1. Ánægjulegt að lesa,!

    Gott hvað Heiða er dugleg og ákveðin í að láta þetta skila árangri!.

    Bestu kveðjur til ykkar. Gangi ykkur áfram sem best!

  2. Góðan daginm elsku þið. Hêr er fylgst með og góðar ftèttir kær komnar. Gangi ykkur allt í haginn elsku frændi.

  3. Gaman að fá að fylgjast með ykkur og frábært að heyra að það er sko kraftur í skvísunni, segi bara áfram Team Heiða og gangi ykkur vel. kveðja frá klakanum úr -7 gráðunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *