Þriðjudagurinn 3.nóv………………

Vekjaraklukkan glymur og íbúar í 106 drattast á fætur, Heiða svaf ekki vel eða eiginlega bara frekar lítið. En hún fer á fætur eins og hún gerir alltaf og ætlar sko á æfingu þó svo að svefnin hafi ekki verið upp á marga fiska. Morgunmaturinn er sá sami og fer bara vel í mannskapinn, ristað brauð, ommiletta og ísköld diet coke á kantinum er eitthvað sem fær hvern sem er til að brosa. Dr. Domi kíkir á okkur og býður okkur velkomin, spyr um krakkana og fagnar því að Heiða sé mætt og finnst Heiða líta vel út. Sabina mætir ásamt hirðsveinum og herbergið er þrifið, þurrkað af og gólfið skúrað.DSC01901

Við hendumst niður í sjúkraþjálfun og þar er allt troðið af fólki og allir eitthvað svona á tánum, það er nefnilega fulltrúar ríkisstjórnarinar mættir á staðin til að taka stofnunina út, mjög jákvætt fyrir Dr. Geetu og félaga. Rannsóknarstofan er skoðuð, gögn og pappírar. Dr. Geeta kastaði á okkur kveðju og sagðist ælta að hitta okkur á morgun, frekar upptekinn í dag. Sjúkraþjálfunin fyrir hádegi mun vera teygjur og jafnvægisæfingar og eftir hádegi er ganga og nú ætlum við að reyna að leggja áherslu á að snúa við með grindina. Iðjuþjálfun er svipuð, fínhreyfingar, sjón og tal.

Við skelltum okkur svo í tveggja tíma göngutúr, myndavélin með í för, mikið mistur og sólin í mjög sérstökum litum á himnum.DSC01864 Íssölumaðurinn fagnaði okkur, bugtaði sig og beygði, sennilega afþví að nú mun íssalan hjá honum rjúka upp þegar ísfólkið er mætt á svæðið. Við skautum á milli bílanna, sveigjum og beygjum og höldum okkar leið í garðinn.  Dr. Hilal kíkti á okkur og talaði um hvað honum finndist ég hafa bætt á mig, svona aðalega ´´on the safty circle´´ eins og hann orðaði það og ég gat ekki annað en skellihlegið af þessari athugasemd, ég tjáði honum það að þar sem við byggjum á eyju þá væri þetta kostur að hafa björgunar hring…………………..hann keppist um að dásama Heiðu og hraunar yfir mig…………….hehehehe mikið er gott að hafa húmorinn á réttum stað, Heiðu finnst þetta voðalega fyndið, svona ófarir annara og þá sérstaklega mínar ófarir finnst Heiðu alveg sérstaklega fyndið. Ég skal ná mér niður áhonum helvískum………………………..

Heiða var þreytt og svona hálf slöpp og í raun ekkert óeðlilegt við það, svefnin ekki komin í rútínu og svo fullt af stofnfrumum sem líkamin þarf að venjast. Kvöldið var rólegt hjá okkur, skypuðumst aðeins við yngir börnin og þar á bæ voru veikindi hjá báðum, við spurðum hvort okkar væri ekki saknað en svarið var einfalt…………….uuuuuuuu……nei……hehehehe, eða bara pínu sagði sú yngsta.

Hljóðbókin á sínum stað, ljósmyndir skoðaðar og svo beddinn.

Kveðja

Heidi og Snorri    (vinna í the safety circle)

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *