Anna, Hannes og Dóra Mjöll……..við eru á leiðinni heim…..

Jæja, þá er búið svona nánast að pakka öllu niður í töskur og hugurinn komin hálfaleið heim. Þetta er síðasti dagurinn okkar hér í Nutech Mediworld í Nýju Delhi á þessu ári. Allt hefur gengið vel hjá okkur, tíminn stundum lengi að líða en þessu verkefni er nú loks að ljúka.

Við fórum í gær, laugardag, út að borða með öllu starfsfólkinu sem telur um 70-80 manns. Okkur var einnig boðið í bíó með þeim en við afþökkuðum það og sáum svo ekkert eftir því þegar flestir sögðu okkur að þetta hafi verið mjög leiðinleg mynd og ekki nóg með það þá fóru þau í bíó kl.9 um morguninn………………hehehe . Við vorum sótt um kl.12 og við keyrð á veitingarstaðinn, við vorum fyrst á staðinn ásamt Mr. David og svo fór liðið að týnast inn. Það var gaman að sjá allt staffið í sínu fínasta og bros skein úr hverju andliti. Maturinn var góður og þetta var í fyrsta skipti sem við Heiða förum út að borða hér í borg. Við vorum svo keyrð heim. Gaman að þessu.

Við viljum þakka öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðning, ýmist með frjálsum framlögum og  hvatningarorðum. Þetta er algjörlega ómetanlegt og það er ykkur að þakka að við Heiða getum reynt að bæta hennar heilsu á hverjum degi, svona stuðningur gerir okkur kleift að lifa saman og njóta hvors annars. Í okkar augum eru þið öll hetjur.

Við Heiða sendum ykkur öllum bestu kveðjur og njótum samveru fjölskyldu og góðra vina nú um komandi hátíð. Guð blessi ykkur öll.

Ást og kærleikskveðjur frá Nýju Delhi.

Uppáhalds jólalagið hennar Heiðu fylgir með……………..

Heiða og Snorri.

 

 

Óvæntur gestur, sigrar og ósigrar í borðtennis…………..

 

Heil og sæl, það er allt gott að frétta af okkur Heiðu. Dagarnir hér í Nýju Delhi eru allir svona ósköp svipaðir. Heiða fékk aftur mænulegg og var með hann í 3 daga, það gekk allt mjög vel, hún hlustaði á hljóðbækur og horfði á skemmtiatriði með mér, söngur, rímur og magadans, sem vakti mikla kátínu og uppskar mikinn hlátur, sko magadansin. Svona magadans er einungis í boði fyrir útvalda…hehehe.

Heiðu hefur gengið vel á æfingum og helstu framfarir hennar eru að ýta grindinni áfram og einnig er sjónin enþá að lagast, sem er auðvitað alveg geggjað, hún segir að þegar hún einbeitir sér þá sér hún nánast allt andlitið á mér, henni auðvitað til mikillar skelfingar, sko að sjá á mér allt andlitið en þetta eru stórtíðindi að sjónin sé ennþá að lagast.

Við förum auðvitað út að ganga og fáum okkur shake og svoleiðis, kikjum á apana og öndum að okkur mengaðasta lofti í heiminum, jakkkk.

Við fengum óvæntan gest til okkar um daginn, ekki var það sendiherrann aftur heldur ferfætlingur með langt skott………………….ég lá í rúminu hennar Heiðu og Heiða sat í stólnum sínum og við vorum eitthvað að spjalla þá verð ég var við einhvern skugga þjóta hjá en veitti því svo sem enga sérstaka athygli. Svo þegar við erum svona að undirbúa okkur í háttinn þá sé ég hvar stærðar mús skottast um herbergið, vitandi það að Heiða er nú engin sérstakur músavinur, svona almennt, þá bið ég hana að anda rólega því ég þurfi að segja henni að við séum nú ekki alveg ein, það væri hér gestur sem væri nú ekki velkomin en þessi gestur gerði nú engum mein…………….heheheheh ég hringdi á björgunarsveitnina og þeir mættu galvaskir og losuðu okkur við gestinn. Svo var hafðst handa við að finna hvar Jenny litli komst inn og að öllum líkndum kom músarangin inn undir svalahurðinni og þá var teipið tekið fram og hurðin teipuð í bak og fyrir til að varna því að fleiri gestir myndu kíkja í heimsókn á 106.  Þetta var stærðar mús, ekki rotta. Blessuð sé minning hennar…..R.I.P.

Borðtennismótið hefur verið í fullum gangi, þetta er stór vinnustaður og tekur langan tíma að leyfa öllum að spila en svo þegar komið var að 10 manna úrslitum þá var íslendingurinn kallaður inn í mótið, höfðu víst séð hann munda spaðann og sáu að hann þurfti ekkert að spila fyrr en seint í keppninni, já gamli Þróttarinn var mættur við annan endan á borðinu og atti kappi við Mr. David. David er frá Skotlandi og hefur verið hér í um 20 ár, hann veit allt um fótbolta og hrósaði landsliðinu okkar fyrir að vera komin á EM. Það er skemmst frá því að segja að það tóku sig upp gamlir borðtennistaktar síðan úr Glaðheimum þar sem keppandinn frá Íslandi spilaði oft og iðulega við félaga sína á borðtenniskvöldum í samkomuhúsinu Glaðheimum í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. Skotin sá vart til sólar og mátti hafa sig allan við að svara snúningum íslendingsins og átti engin svör, burst í tveimur leikjum og heimskautabangsin var komin áfram.  Næsti leikur var við sjúkraþjálfaran hennar Heiðu, Dr. Dipin, í þessari viðureign þurfti víkingurinn úr norðri að hafa sig allann við og átti engin svör við snilldar töktum sjúkraþjálfarans og þurfti að játa sig sigraðan í tveimur leikjum og hafði það á orði að hann væri nú gestur hér og þetta væri nú ekkert sérstaklega gestrisið að gera svona lítið úr gestinum og að hann væri nú bara heppin að halda vinnunni sinni við að þjálfa Heiðu, frekar fúll þurfti ég að sætta mig við tapið en þakkaði pent fyrir mig, já ég var dottin úr leik. Bara svo það komi fram þá hafa þessir kappar verið að æfa sig á hverjum degi í marga mánuði og þess heldur alveg örugglega á ólöglegum lyfjum………………………..hehehehe.

Heiða í góðum félagsskap.........

Heiða í góðum félagsskap………

Æfingar hafa gengið vel og Heiða heldur sínu striki og nú fer að styttast í heimför, hún fær mikið af stofnfrumum þessa dagana. Okkur var svo boðið að koma með staffinu að spila Kriket hér í nágrenninu. Við röltum af stað og vorum samferða einum starfsmanni hér, hann er í hjólastól og við röltum með honum í brjálaðri umferð og þegar við komum á staðinn voru menn í óða önn að græja krikket völl. Þetta var svona opið svæði, moldarflag, allt í drasli því það hafðir verið brúðkaup þarna köldið áður. Stelpurnar spiluðu blak og strákarnir spiluðu krikket.

Blak liðið klárt í slaginn.....

Blak liðið klárt í slaginn…..

 

Krikket, aðalsportið hér í Nýju Delhi............

Krikket, aðalsportið hér í Nýju Delhi…………

Við Heiða fylgdust með og höfðum gaman að, mikið hlegið og gert grín. Við vorum einum skjólstæðingarnir þarna og tilheyrum nú the Nutech family, og á laugardaginn förum við út að borða með þeim, fallega boðið af þeim. Það er ungur strákur hér í meðferð, hann fæddist fatlaður, hann er 18. ára gamall og kemur hingað með móður sinni á hverjum degi. Afi hans kom einn daginn og fór að spjalla við okkur og sagði okkur að hann hefði komið til Íslands, fór upp á jökul og fannst frábært að heimsækja landið. Einn daginn þegar þau mæðgin komu á æfingu þá réttir hún mér 500 krónu seðill og sagð að pabbi sinn hefði ekkert að gera með þennan pening en hann ætti að geta nýst okkur……………mér fannst þetta skemmtileg. Sonur hennar er mjög hrifin af hvítu fólki og segist hafa fæðst á röngum stað í velöldinni. Hann varð strax mikill aðdándi okkar hér og spurði mikið um fótboltann á Íslandi. Hann fylgist mikið með fótbolta og mig langar að senda honum íslenska landsliðs búningin í fótbolta svo hann geti klæðst honum þegar EM er í gangi, verðu þá líklega sá eini í Indlandi sem á búninginn.

Dhruv og mamma hans.....

Dhruv og mamma hans…..

Hlökkum til að koma heim og knúsa púkana okkar og fjölskyldu og að hefja jólaundirbúninginn, það jafnast ekkert á við það að koma HEIM………….

Bestu kveðjur

Heidi og Snorri

Mengun og skemmtileg heimsókn…………….

 

Dagarnir líða hægt en nokkuð örugglega hjá fólkinu frá Íslandi, þaðan sem þau koma og þar sem þau fæddust í þennan heim. Á eyjunni köldu sem rís tignarlega upp úr hafi, þar sem  vindar geta blásið harkalega, frostið orðið mikið og ef svo ber undir þá getur ringt linnulaust og einnig snjóað mikið, þar sem sumrin geta verið ægifögur og fátt fallegra en sólsetrið á haustin, norðurljósin, litadýrð og hreint loft og þar sem hreint vatn rennur um allt, sjórinn fullur af fiski og hrein orka. Þetta er ekki svona í Nýju Delhi á Indlandi, þar er loftið svo mengað og er orðið að svaklegu heilsufars vandamáli, mengaðast borg í heimi er talað um þar sem um 18. milljónir manna búa á Delhi svæðinu og þar af um 13. milljónir í borginni sjálfri. Hitastigið á sumrin getur auðveldlega farið yfir 50 stig, mikil fátækt, vatnið mengað og rusl út um allt. Þjóðfélagið hér er svo ólíkt því íslenska. Vá hvað við á eyjunni okkar fallegu getum verið þakklát fyrir að eiga heima þar, þó svo að það sé langt í frá allt í góðum gír þar á bæ.

Við Heiða fengum góða heimsókn í dag. Þegar Heiða var rúmlega hálfnuð með sjúkraþjálfunartímann fór ég upp í móttöku til að taka á móti gestunum sem höfðu boðað komu sína til okkar. Þegar ég kem í móttökuna þá sita þar tveir tignarlegir karlmenn, klæddir jakkafötum og brosa til mín. Sendiherra Íslands á Indlandi Þórir Ibsen var mættur ásamt Sendifulltrúa Íslands Hauki Ólafssyni til að hitta okkur Heiðu. Ég fór með þeim niður og Heiða tók á móti þeim með bros á vör þar sem hún stóð óstudd og bauð þá velkomna. Þeir fylgdust með Heiðu klára tímann og svo kíktu þeir í herbergi 106, þar var  riggað upp harðfiski við mikinn fögnuð og auðvitað var boðið upp á íslenskt nammi. Við spjölluðum heilmikið og þeir félagar gáfu sér góðan tíma í að spjalla við okkur. Þeir höfðu mikinn áhuga hvernig gengi hjá Heiðu og hrósuðu henni mikið, fyrir dugnaðinn og kraftinn sem hún  býr yfir. Það var mjög gaman að fá þá í heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma til að kíkja til okkar. Flottir félagar á ferð og gott að vita af þeim hér í nágrenninu. Þeir kvöddu okkur nokkrum Rís Kubbum ríkari. Við hittum þá vonandi aftur seinna.

DSC02107

Þórir Ibsen og Haukur Ólafson kíktu á Heiðu í Sjúkraþjálfun………….

Heiða í góðum félagsskap, Þórir og Haukur ánægðir að fá harðfisk og Freyju rís kubba.....ekki amalegt það.......

Heiða í góðum félagsskap, Þórir og Haukur ánægðir að fá harðfisk og Freyju rís kubba…..ekki amalegt það…….

Heiða fékk sprautur í andlit og mjaðmir í dag og svo var settur upp brunnur í æð og  henni gefnar stofnfrumur þar á tveggja tíma fresti, stórir skammtar. Allt gengur barasta vel og Heiða fær svo aftur mænulegg næsta mánudag og þá í þrjá daga.

Bestu kveðjur og góða helgi.

Heidi og Snorri

Sjúkraþjálfun………….

 

Ég kem mér fyrir í hjólastónum hennar Heiðu, passa mig að vera ekki fyrir. Loftkælingin er ekki í gangi en nokkrar viftur eru að hreyfa loftið, það er allt í lagi að kælingin sé ekki í gangi því það er ekkert svo heitt. Heiða liggur á bekknum og bíður eftir Dr. Dipin. Tíminn byrjar kl.11 og við erum mætt aðeins fyrr svo ég getir gert Heiðu klára fyrir tímann. Heiða liggur á bekknum sem er með bláu laki og koddaveri í stíl, hún lygnir aftur fallegu bláu augunum og bíður eftir að Dr. Dipin byrji á teygjunum. Sjúkraþjálfararnir eru allir í kaffi en svo fara þeir að týnast inn einn og einn. Dipin er aðeins of seinn. Hann býður okkur góðan daginn og brosir. Hann er svona cirka 35. ára, skemmtilegur og þægilegur að vinna með. Hindúi, á konu og litla stelpu. Hann er stundum að æfa einhver dansspor, og greinilegt að hann er eitthvað að stúdera dans, ég spyr hann út í þetta og jú ég hafði rétt fyrir mér. Hann segir okkur að bróðir hans sé að fara að gifta sig og þá er mikil veisla, sem stendur nánast yfir í 3 daga og þá er dansað og greinilegt á honum að það skiptir miklu máli að vera með sporin á hreinu og hann tekur þetta mjög alvarlega. Á bekknum við hliðina á Heiðu , vinstra megin, er lítil drengur sem er að koma í fyrsta sinn veit ekki hvað er að angra hann en foreldrar hans komu með hann og sjúkraþjálfari er að skoða hann, svo eru einn mænuskaddaður karlmaður á fullu í þjálfun, hann er að koma hingað í annað sinn og er ánægður með árangurinn. Það eru aðstoðar menn að hjálpa til, kvikir í snúningum að sækja hitt og þetta sem vantar, ná í hjálpartæki og svona það sem til þarf. Sjúkraþjálfunarherbergið er kannski um 100 m2, gult og hvítt á litinn og mikið af speglum og bekkjum, allskonar göngugrindur og tæki og tól og ekkert sérstaklega vel útbúið en einhvernvegin allt sem þarf. Aðstandendur sitja flestir frammi á bekk en ég er svona í seilingar fjarlægð frá Team Heiðu, svona til taks ef eitthvað þarf að græja. Þegar Dr. Dipin er búin að teygja vel þá kem ég til skjalana og set spelkurnar á fæturnar hennar, sér smíðaðar spelkur frá Stoð og svo frekar hallærislegir inniskór yfir, einnig sérsmíðaðir. Heiða liggur á bekknum og þegar spelkurnar eru klárar þá sest hún upp, í fyrstu þá gat hún ekki sest upp en núna rífur hún sig upp. Smá teigt á bakinu og svo dregur Dipin hana framm á brúnina á bekknum þannig að fætur hennar lafa niður en ná ekki niður á plastparketið sem er í mahoni lit, eða er þetta hnota en hvað um það, þarna situr hún með fæturnar lafandi og heldur jafnvægi, hendur á læri og hann svona ýtir við henni svona til að láta reyna á jafnvægið, Heiða vaggar til hliðanna og heldur jafnvægi. Aðstoðarmaðurinn að indverskum ættum, klæddur í dökkbláann póló bol, dökkgráar buxur, vel girtur í lakkskom nær í göngugrind handa Heiðu. Heiða tekur um grindina með báðum höndum, vinstri er mun betri en sú hægri, fyrst vinstri og svo hægri, ég þarf aðeins að hjálpa henni með að opna hægri lófa vel, svo að fingurnir ná almennilegu gripi utan um grindina. Einn tveir og þrír og upp stendur hún, hávaxin, glæsileg og dökkblái pólobolurinn á aðstoðarmanninum má skammast sín í samanburði við fallegur augun hennar Heiðu, svo blá og glitrandi. Í fyrstu kemur Heiða sér í góða stand stöðu og réttir sig af, hún er alltaf aðeins skökk út af mjöðunum og hægri hendin er svo stíf. Hún sleppir grindinni og reynir að standa alein án aðstoðar, hún vaggar aðeins og svo finnur hún jafnvægispunktinn og Dipin sleppir henni og hún stendur sjálf. Einbeitt og viljasterk tekst hún á við að halda jafnvægi og að koma skilaboðunum til heilans að nú eigi að halda jafnvægi. Henni gengur mjög vel að halda jafnvæginu og nær meira að segja að slaka aðeins á höndunum. Hún stendur í góðan tíma og svo grípur hún um grindina og byrjar að ganga af stað, vinstri fóturinn fyrst og svo hægri, ýtir grindinni, henni gengur mun betur að ýta grindinni og greinilega framför þar á ferð, gangan sjálf gengur ágætlega og hún er frekar snögg að taka skrefin. Næst er að að sitja á bolta, jafnvægisæfingar. Boltaæfingin er frekar ný en lofar góðu.

Við yfirgefum kjallarann, nokkuð ánægð með tímann, troðumst í litlu lyftuna og höldum að herbergi 106. Smá pása áður en við förum í seinni tímann í sjúkraþjálfun.

Ekki annað en hægt að dáðst af dugnaði Heiðu og þeim sterka vilja hennar til að bæta líf sitt eins og henni er mögulegt.

Bestu kveðjur úr herbergi 106 í Nutech Mediworld, Nýju Delhi.

 

Harðfiskur, Bítlanir, stofnfrumur og París………………

Það er nú ekki mikið að frétta af okkur Heiðu, enda ekkert merkilegt fólk, þannig, allavega ekkert merklegra en hver annar.  Síðustu dagar hafa farið að mestu í rúmlegu hjá henni Heiðu minni, hún fékk mænulegg síðasta fimmtudag og hefur stofnfrumum verið sprautað í legginn þrisvar sinnum á dag síðustu daga en leggurinn verður fjarlægður í dag. Heiða hefur verið að hlusta á hljóðbækur og núna er það Minningar Geisju, Heiðu finnst hún afargóð og skemmtileg. Hin sérlegi aðstoðarmaður Heiðu hefur , það má geta þess að hann er einng ástmaður hennar og unnusti, látið tímann líða með því að m.a. að horfa á heimildarmynd um Bítlana og allt sem fylgdi þeirri ágætu hljómsveit frá Liverpool, þar voru á ferð ákaflega geðlegir piltar og fallegir sem sendu frá sér afar góða tónlist sem mun lifa með okkur lengi, tímamóta hljómsveit. Nóg um þá félaga.

Þessir síðustu dagar hafa verið rólegir og frekar lengi að líða en við Heiðu höfum um margt að spjalla og getum einnig þagað saman, sem ég tel að sé svolítil kúnst. Aðeins búin að maula á góðgæti frá eyjunni köldu og það gengur á harðfiskinn, sem er nánar tiltekið frá Vestmannaeyjum, afar góður fiskur og með dálitlu smjéri er fátt annað sem stenst samanburð við þessa góðu matvöru, þetta er þorskur, alin upp við íslandsstrendur, Heiða vill ekki sjá þetta og tekur fyrir nefið í hvert sinn sem ég rigga fisknum upp og byrja að smjatta á honum eins og ungabarn sem smakkar banana í fyrsta skipti. Reyndar hef ég farið nokkrar ferðir til að ná í jarðaberja shake handa fallegu konunni minni, þarf ekki að fara langt og kallarnir þar á bæ heilsa mér með virtum og ég Bretar réðu hér ríkjum þangað til 1947 að mig minnir og það má sjá minnjar frá þeim tímum víða, m.a. póstkassa. Shakin rennur ljúflega niður og má í raun segja að þessi stund með shakin í hönd sé frekar stór stund á herbergi 106 sjeikinn á Vestó er nú mun betri en þetta verður að nægja og er bara alveg ljómandi gott.

Mikið vonum við Heiða að þessar ferðir okkar hingað muni skila okkur árangir, við höfum séð miklar framfarir hjá henni og ýmislegt merkilegt að ske í hennar bataferli. Vonandi heldur sú þróun áfram en þetta eru lítil skref en það eru einhvernvegin lítið um skref afturábak, eiginlega enginn.

Við höfum svoldið fylgst með fréttum og auðvitað fóru hörmungarnar í París ekki framhjá okkur. Maður hugsar með skelfingu um þessa þróun mála og þessa miklu og hræðilegu ógn sem hryðjuverk eru. Hér á  Indlandi er ekki mikið umm hryðjuverk, það var fyrir um 3 árum í Mumbay sem framin voru hryðjuverk. Við fréttum allavega ekki af hryðjuverkum hér en það ríkir samt töluverð spenna á milli Indlands og Pakistan. Indlandi var skipt árið 1947 í Indland og Pakistan, múslimar vildu skipta landinu og úr varð að múslimar voru í Pakistan og hindúar í Indlandi.

Nú er Heiða að fá síðustu stofnfrumurnar í mænulegginn og þegar leggurinn verður fjarlægður þá verður tekin góður göngutúr, þarf aðeins að viðra gömlu………….

Bestu kveðjur

Heidi og Snorri.

 

Flugeldar, raunir hlauparans og mænuleggur………….

 

DSC02013

Beðið eftir sprengjunum……….

DSC02000

Slreytingar í tilefni af Divali, stærðsta hátíð hindúa…………..

Það var töluvert sprengt af flugeldum hér í Delhi í gærkveldi og fram á nótt, við Heiða fórum út um kl. 19 og ætluðum að njóta ljósadýrðarinar en það var nú ekki mikið að sjá en starfsfólkið hér var búið að kveikja á kertum út um allt og skreyta, sem var mjög flott. Við fórum svo aftur út um kl 20-30 þvi  staffið hér sagði okkur að þá yrði allt vittlaust og allir að sprengja. Við fórum í léttan göngutúr svona til að athuga hvort indverjarnir væru jafn klikkaðir og íslendingar þegar kæmi að  því að sprengja flugelda. Okkur heimskautaböngsunum fannst nú ekki til mikils koma, þetta voru jú háir hvellir og smá ýlur hér og þar en þeir eiga langt í land ef þeir ætla að keppa við ísþjóðina í hvellettu keppni. En engu að síður var gaman að upplifa þetta og vera hér á þessum hátíðardögum þeirra hindúa. Við Heiða fengum meira að segja gjafir frá staffinu, Heiða fékk einhverskonar veski með fallegum útsaum, svona ekta indverskt og ég fékk litla bók og penna, þar get ég kannski punktað niður ýmisatriði sem gott væri að koma á blað.

Við fengum pizzu í kvöldmatin frá Dominos, sennilega út af því að kokkurinn væri í fríi og ekkert óeðlilegt við það og við Heiða sláum nú ekki hendinni á móti einni Dominos svona í tilefni dagsins, en eitthvað hefur þetta skolast til hjá þeim því að 5 mínútum síðar kom einn starfsmaðurinn með kvöldmatin okkar. Við Heiða vorum með 2 Dominos pizzur og einnig tvo kúgaða diska af indverskum kjúklingaréttum. Það var nóg að gera hjá okkur að gæða okkur á hátíðarmatnum, allavega skárri matur en sá sem hún mágkona mín á Selfossi lætur sér til munns, en þar á bæ, samkvæmt áræðinlegum heimildum er verið að naga þar sviðalappir í gríð og erg , sem eru kannski alveg ágætismatur. Hvernig væri pizza með sviðalöppum, pepperoni og rjómaosti.

DSC01955

Múrari að störfum…..

Í dag mun Heiða fara í mænustungu þar sem legg er komið fyrir í mænugöngunum og stofnfrumum sprautað þar inn. Stofnfrumum er sprautað 3 sinnum á dag með 2 tíma millibili. Hún mun sennilega vera með legginn í 5 daga og má ekki fara út, þarf að liggja fyrir að mestu en má alveg fara í stólinn sinn og teygja úr sér. Það verður lítið um sjúkraþjálfun þessa daga en Dr. Dipin mun koma upp til okkar og teygja á henni og ef Heiða treystir sér þá getur hún farið í iðjuþjálfun.

Dr. Hilal vinur okkar, sem er læknir hér, kíkir reglulega á okkur og fær hjá mér harðfisk og annað góðgæti sem við komum með hingað, kúlusúkk, Rískubba  og honum fannst döðlukakan mín alveg geggjuð. Það er alltaf gaman þegar hann kíkir við, grínast og gantast og það væri gaman ef hann hefði tök á því að koma til Íslands, vantar okkur ekki lækna……Hann er múslimi og góður húmoristi.

Ég er ferlega svekktur því að það er eitthvað að mér í vinstri kálfa og ég get ekki skokkað, hef fari fjórum sinnum út að hlaupa og það gerir mér virkilega gott og ég ætlaði sko að nýta tímann minn hér til að skokka og vinna í ,, the safty circle´´ í fjórðu ferð minni um stíga skógins og allt gekk vel og ég að nálgast 7 kílómetrana og allt í standi þá allt í einu gerðist eitthvað í vinstri kálfi, ég þekki þetta því þetta gerðist fyrst í sumar þegar ég var að æfa mig fyrir 10km í Reykjavíkurmaraþoninu, ég varð að hvíla vel, fann það að ég yrði að hvíla þetta, svo í hlaupinu sjálfu þegar ég hlunkaðist með Heiðu mína og var komin 5km þá gerðist þetta aftur og ég klárði hlaupið nánast á einum fæti. Síðan þá hef ég hvílt og ekkert hlunkast. Allt virtist vera í lagi þegar ég byrjaði að bruna um Delhi borg en ekki svo að þetta kom aftur, mér til mikilla ama og leiðinda. Svona er þetta nú bara og ekkert við því að kvarta, vandamálið er lítið miðað við margt annað. Heiðu fannst þetta mjög leiðinlegt, hún var svo fegin þegar ég fór að hlaupa þá fékk hún smá frið frá gamla tuðaranum………….hahahahaha. Jarðskjálftamælar hér í borg hafa vart haggast eftir að ég lagði hlaupaskóna á hilluna, í bili að minnsta kosti.

Heiða mín stendur sig svaklega vel og allir hér dáðst að henni og hjúkkurnar eru mjög áhugasamar um hárið hennar og finnst makeup artistinn hennar sýna góð tilþrif þegar hann fer fimlegum höndum um maskarann, púðrið og blýantinn. Við erum svoldið að vinna i hliðarskrefunum hennar Heiðu, hún a erfitt með að taka hliðarskref til hægri, aðeins auðveldara til vinstri. En næstu dagar fara í rúmlegu þar sem ég mun reyna að hafa ofan fyrir henni með söng og töfrabrögðum og jafnvel búkslætti.  Hljóðbækur munu vera vel nýttar, þökk sé hljóðbókasafni Íslands.

Farið vel með ykkur kæru vinir og bestu kveðjur á eyjuna blautu………….

 

Heidi og Snorri

Heiða og Divali í Nýju Delhi…………….

 

Á gönguferðum okkar um nágrenni Nutech Mediworld sjáum við margt fróðlegt, sorglegt, skemmtilegt og einna helst sjáum við það hvað við íslendingar höfum það gott. Ská á móti Nutech er einhverskonar ruslaflokkunar stöð, þangað koma menn á einhverskonar ruslahjólum með rusl,DSC01954 sennilega úr hverfinu og sturta í haug, allskonar rusl og svo er fólk á staðnum að gramsa í þessu og að mér sýnist að flokka þetta eftir bestu getu. Þetta fólk er ekki í neinum vinnufatnaði eða sérmerkt og þar eru einnig börn. Mér sýnist að þetta gæti verið einhver fjölskylda sem sér um þetta. Þarna er stundum slatti af fólki að gramsa og græja og gera, börn og fullorðnir, sumir á inniskóm og aðrir ekki í neinum skóm, töluvert af hundum að fylgjast með sennilega að reyna að næla sér í eitthvað ætilegt, í eitt skipti var hundur að leika sér að rottu…………….svo auðvitað fuglar í leit að einhverju góðgæti og ímyndið ykkur flugurnar og lyktina.DSC01972 Þetta er fyrir okkur alveg ótrúlegt að sjá og ég verð alltaf jafn undrandi að sjá þetta þegar við förum út að ganga. Það er alveg gríðalega skítugt hér og ruslið út um allt. Húsakynin hér eru allskonar, allt frá pappa og strákofum upp í stærstu háhýsi, hér í nágrenninu má sjá fólk búa í algjörum hreysum og oft og iðulega eru börn úti að leika, skærbrosandi, kannski með einhver prik, gjörð, gatslitin bolta eða bara í eltingaleik en alltaf brosandi, berfætt og skítug upp fyrir haus og sakleysið uppmálað. Þau fæðast í þennan heim og alast upp við fátækt, manni langar sko að gefa þeim eitthvað, föt, leikföng, mat eða eitthvað sem við höfum nóg af.DSC01851 Já, lífinu er svo sannarlega misskipt, sumir eru fátækir en hafa heilsu, sumir eru ekki fátækir en hafa ekki heilsu, aðrir eru ríkir af peningum en hafa ekki heilsu en hafa efni á að sækja sér lækningar og aðrir ríkir og hafa góða heilsu en líður ekki vel…………………….. Fyrir mér er það heilsan sem skiptir öllu máli, þá hefur þú möguleika á að hafa vinnu, sækja þér menntun og reynt að styðja fjölskyldu og vini, allt byrjar þetta á heilsunni þinni. Sumir hugsa vel um heilsuna aðrir ekki, sumir veikjast af alvarlegum sjúkdómum bæði líkamlegum og andlegum aðrir fæðast ýmist fatlaðir eða skaddaðir á einhvern hátt, sumir hafa góða heilsu en svo er hún tekin frá þeim, öll glímum við við allskonar erfiðleika, andlega, líkamlega og félagslega bara mis mikið. Ég horfi stundum í kringum mig og horfi á fólk sem í mínum huga hefur allt, góða heilsu, heilbrigð börn, vinnu, húsnæði og einhvernvegin skautar í gegnum lífið svona án nokkura teljandi vandræða, getur farið í frí saman og átt góða tíma með fjölskyldu og vinum, svo aðrir sem eiga um sárt að binda og hafa kannski ekkert af þessu, en öll þurfum við að ganga í gegnum sorgir af ýmsu tagi hvort sem það er að einhver deyi frá okkur eða einhver lendir í slysi eða líkamáras af einhverju tagi. Lífið er finnst mér rosalega mikið í tímabilum, og langt frá því að vera sanngjarnt. Við Heiða höfum átt okkar góðu tímabil og einnig slæm tímabil, við gengum í gegnum hrikalega erfiðan skilnað á sínum tíma og tel ég það hafa verið eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, við áttum góða tíma í Baugakór 16 þar sem við eignuðumst hana Dóru Mjöll og allt var á uppleið, svo var það Barcelona þar sem við tókumst á við lífið í nýjum aðstæðum,, þar áttum við góðan tíma saman en einnig erfiða tíma þar sem mikið reyndi á okkar styrk og ást en dvölin í Barcelona leiddi til skilnaðar, álagið var of mikið og veikindi Heiðu mikil sökum átröskunar og að ristlinn var fjarlægður. Allt þetta voru tímabil , góð og erfið. Nú glímum við Heiða  við mikla erfiðleika sökum fötlunar hennar og óska ég engum það að þurfa að ganga í gegnum það  sem við þurfum að glíma við á hverjum degi. Þetta er líklega það lengsta tímabil sem við þurfum að ganga í gegnum og kannski tekur þetta tímabil ekki enda fyrr en við sofnum svefninum langa en við reynum að berjast á hverju degi fyrir bættri heilsu hennar Heiðu minnar og reynum að minna okkur á það á hverjum degi að það er fólk þarna úti sem hefur það mun verr en við og ég sérstaklega reyni að minna mig á það að ég get gengið, talað, séð og gert nánast allt sem ég vil, þannig séð. Heiða hins vegar getur ekkert af þessu en hún er svo viljasterk að hún reynir á hverjum degi að vinna í sinni heilsu með æfingum með sjúkraþjálfara eða heima fyrir og hún lætur það ekki eftir sé að fljúga til Indlands til að láta reyna á stofnfrumumeðferð með þá von í brjósti að sú meðferð gæti kannski skilað henni aðeins betri lífsgæðum. Hún gerir sér grein fyrir því að ef ég væri ekki við hlið hennar þá væri allt þetta mun flóknara og jafnvel fjarlægur draumur og hún gerir sér fulla grein fyrir því að ef ég væri ekki henni við hlið þá byggi hún að öllum líkindum ekki heima hjá sér með börnum sínum og fyrir það að ég sé til staðar er hún mjög þakklát, því að hún veit að það er ekki sjálfgefið að ég ákveði að standa henni við hlið og gera mitt besta til að hjálpa konunni sem ég elska svo mikið. Já það er nefnilega ástinn sem gerir það að verkum að við stöndum hlið við hlið og heyjum þessa baráttu saman, ást okkar er mjög sterk og vinátta okkar er mögnuð. Þetta er langt frá því að vera auðvelt fyrir okkur, Heiða þarf að sætta sig við fötlun sína, að vera fangi í eigin líkama, þarf að sætta sig við allt það sem fylgir því að vera svona fötluð og trúið mér að það eru svo miklir erfiðleikar sem fylgja þessu fyrir utan fötlunina sjálfa. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við þetta ástand og er ennþá fullur reiði og angistar út af þessu helvíti, að svona skuli vera komið fyrir okkar fjölskyldu og tala nú ekki um að þurfa að berjast fyrir þeim réttindum sem Heiða á rétt á. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við að börnin okkar þurfi að horfa á móður sína svona, það er erfitt að sætta sig við það að það þurfi að koma aðstoðarfólk inn á okkar heimili til að aðstoða okkur svo ég getir farið að vinna. Það  er erfitt að sætta sig við það að vinir, kunningjar og frændfólk sem áður voru kannski í töluverðum samskiptum hætta  að hafa samband og smá saman einangrumst við tvö. Þetta er bara brot af því sem fylgir hennar fötlun. Ég held að allri fatlaðir kannast við þetta og þetta er ömurlegur fylgifiskur en það er ekki út af því að fólk sé eitthvað slæmt þetta er bara ótti og hræðsla við að horfast i augu við það sem henti Heiðu mína. Fatlað fólk á Íslandi fær ekki það sem það á skilið, réttindi fatlaðs fólks eru brotin á hverjum einasta degi, jú réttindinn eru kannski til staðar en þeim er ekki fylgt eftir, aðgegnismál eru í molum, sem dæmi þá þurfti Heiða að komast á salerni þegar við vorum að undirbúa smá fögnuð niður í bæ fyrir hlauparana sem hlupu fyrir hana í Reykjarvíkurmaraþoninu 2014. Ok ég fór með hana á Reykjavíkurflugvöll því þar hlyti nú allt að vera í standi hvað þessi mál varðar, við förum inn og ég fer að leita að salerni fyrir fatlaða en finn ekki, svo ég spyr hvar salernið fyrir fatlaða sé. Jú það var salerni en þar sem það er einnig millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli þá er vopnaleit og stöðinni skipt í millilandaflug og innanlandsflug og salernið fyrir fatlaða var þar sem millilandarflugið var. Það var alveg sjálfsagt að fá að komast á salernið en við þurftum að fara í gegnum vopnaleitina og það þurfti að leita á Heiðu og mér svo að við gætum farið á salernið, já frekar sorglegt og starfsmennirnir voru skömmustulegir og viðurkenndu það að þetta væri auðvitað út í hött. Sem sagt að allavega á þessum tíma í ágúst 2014 voru þeir sem þurftu að nota salerni fatlaða á Reykjavíkurflugvelli sem voru að fara í innanlandsflug í frekar leiðinlegum málum. Hefði haldið að flugstöðvar ættu nú að vera með þetta í lagi, en svo var ekki og ekki boðlegt að einstaklingur þurfi að fara í gegnum vopnaleit til þess eins að kasta af sér vatni. Svo ekki sé talað um Laugarveginn og nágrenni………………

Heiða byrjaði að fá aðstoð heima núna í haust, tvær yndislegar konur koma til hennar, önnur kemur á morgnana og er til 13 fimm daga vikurnar og hin kemur á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum frá 13 til 16. Þær koma frá Kópavogsbæ. Svo er það móðir hennar sem hefur staðið vaktina í 3 ár, hætti að vinna til að annast dóttur sína, hún kemur núna á þriðju og miðvikudögum, hvar væru við án hennar, hún er auðvitað einstök……………………………… Það er virkilega erfitt að finna fólk til að koma heim til okkar til að annast Heiðu. Kópavogsbær sammþykkti loks að Heiða fengi sem samsvarar 173 tímum í þjónustu á mánuði nú í sumar, voru áður bara búnir að samþykkja 40 tíma. Heiða fær ekki NPA þjónustu (notendavæn persónuleg aðstoð) þar sem ekki er opið fyrir þá þjónustu hjá Kópavogsbæ, sveitarfélögin hafa verið með þetta í tilraunaskyni um nokkurt skeið og alls eru um 55 NPA samningar í gildi á Íslandi í dag. Um 20 í Rvk, um 4 í Hafnarfirði og Mosfellsbæ en bara 1 í Kópavogi ( sem er annað stærðsta sveitafélag landsins) Þessi 1 samningur sem er í gangi í Kópavogi  fær manneskja sem býr ekki svo langt frá okkur en Heiða fær ekki samning, bara þessi ákveðni einstaklingur. Sveitarfélögum ber skylda til að gæta jafnræðis í úthlutun samninga. Okkur finnst þetta ósangjarnt að Heiða fái ekki samning, frekar manneskjan í næsta húsi. NPA samningur eða eingreiðslusamningur myndi henta okkur Heiðu best. Það er verið að vinna i þessum málum en það er allt á hraða snigilsins. NPA snýst um það að einstaklingurinn fær eingreiðslu miðað við þá þjónustu sem hann þarfnast og stýrir ráðningum sjálfur og ræður öllu.

DSC02031

Þessi var að betla af okkur pening, en ég sagðist ekki vera með neitt á mér en hinsvegar gæti hann fengið mynd af okkur saman í staðinn…………….hehehe. Hann var bara sáttur með það…………..(ekki alveg beittasti hnífurinn í skúffuni)

Annars líður okkur Heiða bara vel hér í Indlandi, getum ekki kvartað, kíktum í verslunarmiðstöð á Laugardaginn og ferðin þangað og til baka einkenndist af umferðaröngþveiti, flautublæstri og fólki bankandi á rúðurnar hjá okkur að betla, hér er allt einhvernvegin í vittleysu og rugli. Þvílík traffík og mannamergðin svo mikil að mér þótti nóg um og svona var hálf skelkaður og óöruggur. Við stoppuðum frekar stutt, leigubílstjórinn beið eftir okkur í bílakjallarnum og kom okkur heilum heim en stunduðum munaði litlu, hann tók 1400 kr fyrir. Ég spilaði borðtennis við Dr. Hilal og svo nokkrir göngutúrar. Heiða fær sprauturnar sínar á hverjum degi og gengur vel í þjálfuninni. Í gær 10. Nóv var bænastund að hætti hindúa hér í lobbíinu og við Heiða tókum þátt og það var gaman að fá að upplifa svona, í dag er Divali, sem er stærsta hátíð hindúa. Hátíð ljóssins og kaupmenn keppast við að skreyta búðir sínar með ljósum og mikið gengur á og flugeldum skotið á loft, það verður spennandi að sjá. Við heyrum alltaf í krökkunum og allir á fullu í sínu og þess ber að geta að sú yngsta hún Dóra Mjöll keppti á dansmóti um síðustu helgi og hafnaði í 3 sæti í þrem dönsum, flott hjá henni og hennar dansherra. Hannes var á mótorkrossæfingu og Anna Dóra að sinna náminu.

Kærleikskveðjur frá Nýju Delhi………….

Heidi og Snorri

 

Afmæli og Ping Pong……………….

 

Lífið hér á Nutech Mediworld gengur svona sinn vanagang, amstrið fram á gangi byrjar um kl. 7 á morgnana en bangsaparið á 106 vakna kl.8. Fyrst er það morgunmaturinn og svo er það sjúkraþjálfun kl 11. Hér er slatti af sjúklingum sem dvelja hér, einhverjir frá Saudi Arabíu, indverjar og svo hann Vladimir frá Rússlandi og allir eru að glíma við allskonar veikindi og fatlanir, allir í stofnfrumumeðferðum ásamt allskonar þjálfun. Fólk sem kemur hingað til að prófa þessa meðferð og til að reyna allt sem það getur til að bæta líf sitt. Það er töluvert af börnum sem koma yfir daginn, en þau eru yfirleitt í öðrum sal.

Við hittum Dr. Geetu og áttum smá fund með henni, svona fórum yfir málin og hvernig planið væri. Heiða mun að öllum líkindum fá mænulegg tvisvar sinnum, fyrst í fimm daga og svo í 3 daga, svo eru það sprautur í ökkla, hnéspætur,mjaðmir,bakið og í andlitið og augu. Jotyi framkvæmdarstjóri sagði okkur að það hefði birst grein með viðtali við okkur í einhverju blaði hér í borg, það var tekið viðtal við okkur þegar við vorum hér síðast. Ég ætla að reyna að nálgast þetta blað með einhverju móti. Ekki á hverjum degi þar sem birtist viðtal við tvo heimskautabangsa í blaði á Indlandi, veit ekki hvort ég á að segja ,, í Indlandi eða á Indlandi‘‘…………….

Ég hef verið að bjóða starfsfólkinu hér að smakka hangikjötið sem ég kom með og harðfisk, hjúkkurnar flesta eru sjúkar í hangikjötið, margir þora ekki að smakka og svo er það þannig hér að suma dagana eru sjúkraþjálfararnir grænmetisætur og suma ekki, sumir eru eingöngu grænmetisætur, sumir borða flest, hvernig í ósköpunum á maður að skilja þetta. Ræddi þetta við hjúkkurnar og þær skilja þetta ekki heldur, þær segjast bara borða allt hvort sem það sé kjöt, fiskur eða grænmeti, en þær eru krisnar og flestir hinir eru hindúatrúar og þar er sko margt í gangi.

Sjúkraþjálfun hefur gengið vel og í dag 6.nóv þá sló hún metið sitt í að standa ein án stuðnings i spelkunum sínum, hún stóð í 15 mín og þá hreinlega urðum við að stoppa til að fara gera annað, þetta var ekkert mál hjá henni, hún vaggaði svolítið en hélt jafnvægi og hreyfði höfuðið til hliðanna og spjallaði. Algjörlega frábært hjá henni.  Það gekk vel í göngunni og Heiða gerir þetta svona nánast án þessa að hugsa og núna eru við að æfa að snúa og beygja með grindina og það er erfitt fyrir hana ,sérstaklega að snúa grindinni með höndunum en í dag þá gerði hún þetta nokkuð vel. Góður tími hjá henni. Við fórum beint í iðjuþjálfun, allt tekið í einum rikk núna því að í dag 6. nóv þá er haldið uppá 19.árið hér í Nutech og allir koma saman í salnum og spila borðtennis, mikið hlegið og mikið fjör, Dr. Geeta tók í spaðann og var bara helvíti góð,Dr. Geeta Shroff hún spilaði við Jotyi og hafði betur, ég greip einnig aðeins í spaðann og stóð mig bara vel. Gaman að þessu og allir léttir, gaman að sjá staffið svona afslappað, yfirleitt eru flestir svo kurteisir og svona hengdir upp á þráð…………..DSC01933

Heiða fékk sprautur í dag í ökklana, hnéspot, neðst í bakið og í kringum nefið svo einnig í æð. Veðrið er bara fínt, svona um 30 stig á daginn og fer kannski niður í 18 stig á nóttunni, sólin skín er nær nú ekki mikið í gegnum mistrið og er í ótrúlegum litum.DSC01863

Bestu kveðjur á klakann

Heidi and Snorri

Þriðjudagurinn 3.nóv………………

Vekjaraklukkan glymur og íbúar í 106 drattast á fætur, Heiða svaf ekki vel eða eiginlega bara frekar lítið. En hún fer á fætur eins og hún gerir alltaf og ætlar sko á æfingu þó svo að svefnin hafi ekki verið upp á marga fiska. Morgunmaturinn er sá sami og fer bara vel í mannskapinn, ristað brauð, ommiletta og ísköld diet coke á kantinum er eitthvað sem fær hvern sem er til að brosa. Dr. Domi kíkir á okkur og býður okkur velkomin, spyr um krakkana og fagnar því að Heiða sé mætt og finnst Heiða líta vel út. Sabina mætir ásamt hirðsveinum og herbergið er þrifið, þurrkað af og gólfið skúrað.DSC01901

Við hendumst niður í sjúkraþjálfun og þar er allt troðið af fólki og allir eitthvað svona á tánum, það er nefnilega fulltrúar ríkisstjórnarinar mættir á staðin til að taka stofnunina út, mjög jákvætt fyrir Dr. Geetu og félaga. Rannsóknarstofan er skoðuð, gögn og pappírar. Dr. Geeta kastaði á okkur kveðju og sagðist ælta að hitta okkur á morgun, frekar upptekinn í dag. Sjúkraþjálfunin fyrir hádegi mun vera teygjur og jafnvægisæfingar og eftir hádegi er ganga og nú ætlum við að reyna að leggja áherslu á að snúa við með grindina. Iðjuþjálfun er svipuð, fínhreyfingar, sjón og tal.

Við skelltum okkur svo í tveggja tíma göngutúr, myndavélin með í för, mikið mistur og sólin í mjög sérstökum litum á himnum.DSC01864 Íssölumaðurinn fagnaði okkur, bugtaði sig og beygði, sennilega afþví að nú mun íssalan hjá honum rjúka upp þegar ísfólkið er mætt á svæðið. Við skautum á milli bílanna, sveigjum og beygjum og höldum okkar leið í garðinn.  Dr. Hilal kíkti á okkur og talaði um hvað honum finndist ég hafa bætt á mig, svona aðalega ´´on the safty circle´´ eins og hann orðaði það og ég gat ekki annað en skellihlegið af þessari athugasemd, ég tjáði honum það að þar sem við byggjum á eyju þá væri þetta kostur að hafa björgunar hring…………………..hann keppist um að dásama Heiðu og hraunar yfir mig…………….hehehehe mikið er gott að hafa húmorinn á réttum stað, Heiðu finnst þetta voðalega fyndið, svona ófarir annara og þá sérstaklega mínar ófarir finnst Heiðu alveg sérstaklega fyndið. Ég skal ná mér niður áhonum helvískum………………………..

Heiða var þreytt og svona hálf slöpp og í raun ekkert óeðlilegt við það, svefnin ekki komin í rútínu og svo fullt af stofnfrumum sem líkamin þarf að venjast. Kvöldið var rólegt hjá okkur, skypuðumst aðeins við yngir börnin og þar á bæ voru veikindi hjá báðum, við spurðum hvort okkar væri ekki saknað en svarið var einfalt…………….uuuuuuuu……nei……hehehehe, eða bara pínu sagði sú yngsta.

Hljóðbókin á sínum stað, ljósmyndir skoðaðar og svo beddinn.

Kveðja

Heidi og Snorri    (vinna í the safety circle)

 

3.Nóvember………………….Hangikjöt og harðfiskur

 

 

Við Heiða sprettum á fætur og það þarf að ganga frá beddanum, búa um og svona dittin og dattin. Morgunmaturinn er mættur og við eigum sjúkraþjálfun kl.11. Við vöknum kl. 8, það er gott að hafa nægan tíma til að græja okkur á morgnana. Heiða er mjög lengi að borða og því gott að hafa tíma og ekki vera í einhverju stressi að græja sig, svo þarf auðvitað að setja makeup og græja hárið, við erum svo heppin að ein af hjúkkunum hún Esther kemur oft til okkar og setur fléttur í hárið á Heiðu, Heiðu fnnst það auðvitað bara æðislegt. Hjúkkurnar mæta til okkar vopnaðar blóðþrýstingsmæli og stofnfrumusprautum og Heiða er mæld og sprautuð og svo förum við niður í sprautuherbergið eftir sjúkraþjálfun og þá verður hún sprautuð í aftan í hálsin og í kjálka.

Dr. Dipin tekur vel á móti okkur og þessi tími fer mikið í það að mæla liðferla og einnig ummál og frá því Heiða var hér síðast þá hefur sú gamla aðeins að bæta á sig sem er mjög gott mál. Allt er tekið upp á videó . Dipin teygir hana vel og finnur greinilega að spasmin hefur minnkað. Hann lætur hana svo setjast upp af rúminu og fæturnar ná ekki gólfi og þannig situr hún og hann ýtir við henni svona til að athuga jafnvægið og Heiða haggast varla og nær að rétta sig af þegar hún er við það að detta, hún bara sat hin rólegast og Dipin var frekar undrandi. Hún hefur verið að æfa þetta heima með hennar frábæru sjúkraþjálfurum þar og þetta er greinilega að ganga vel og klárlegar framfarið og Heiða uppsker klapp og ég var frekar undrandi á þessu. Ég nefnilega fer ekki með hana í sjúkraþjálfun heima og næ því ekki að fylgjast nógu vel með ferlinu. Svo stendur Heiða upp og tekur smá göngu sem gengur vel og klárt mál að henni hefur aðeins farið fram frá því við vorum hér síðast og allir frekar sáttir með þetta.

Svo taka iðjuþjálfaranir við og taka stöðuna á henni og allt tekið upp og við viðurkennum það að Heiða hefur ekki verið i neinni iðjuþjálfun heima sem er ekki gott en við erum að vinna í þeim efnum og erum komin með aðstoðarkonu heim sem gæti verið með Heiðu í iðjuþjálfun heima. Það er ekki alveg komið á hreint hvernig programmið verður en allavega verður sjúkraþjálfun kl.11 og svo iðjuþjálfun sennilega kl.13-30 og svo aftur sjúkarþjálfun um kl. 15. Kemur allt í ljós.

Við fengum svo hádegismat og svo lögðum við okkur aðeins, vá hvað það er skrítið að geta lagt sig aðeins svona yfir daginn, bara frábært, enginn séns á því heima. Ég reimdi svo á mig hlaupaskóna og fór út að skokka, hitin svona um 30 gráður og fínt að skokka aðeins, bara passa sig á bílunum sem eru út um allt en gamli smeygði sér inn á milla bílanna og hikar ekki við að svína á þá ef það þarf og smellir hendinni bara framm og segir stopp, já þið vaðið ekkert yfir heimskautabangsan svo glatt. Ég þarf að fara aðeins fyrr út að hlaupa því það var komið kolsvarta myrkur þegar ég var á heimleið og bara frekar erfitt að sjá, allt frekar ójafnt en ég komst heill til baka, 4,66 km í þetta skipti.

Kvöldmaturinn var ekki Heiðu að skapi en við geymdum smá frá því á sunnudaginn og það kom sér vel núna. Ég logaði allur í kjaftinum og það lá við að ég gæti spúið eldi…………..púff allt of sterkt í þetta skipti. Dr. Hilal læknir kíkti á okkur og við buðum honum uppá hangikjöt af flottustu gerð sem ég smyglaði til landsins og einnig harðfisk, honum þótti þetta lostæti og svo fékk hann döðluköku sem ég bakaði fyrir Heiðu og mikið var hann sáttur við heimskautabangsana, ég sagði að þetta væri gjöf frá landinu kalda en hann sagði að þetta væri………….love……….Þeir eru ekkert vanir svona. Hann sagði okkur að nú væri mjög hart tekið á því ef fólk neytir nautakjöts, ný ríkisstjórn komin og þetta tekið hörðum höndum og sem dæmi þá sagði hann okkur frá einhverri hátíð sem múslimar voru að halda uppá og fréttst hafði að einhver fjölskylda væri að borða nautakjöt og lögreglan mætti á staðin og skaut heimilifaðirinn, vá þvílíkt rugl í gangi, þetta er ótrúlegt………….maður er bara í sjokki, eins gott að ég kom ekki með nautakjöt hingað………….púff.

Heiða fór í sturtu, já nú kom heitt  vatn úr krananum, ég var búin að kvarta yfir þessu. Hjlóðbóka hlustun tók við og svo draumalandið. Heimskautabangsarnir hugsa heim til barnanna sinna og fjölskyldu þar sem þau takast á við sín daglegu verkefni. Við erum heppin að hafa fæðst á Íslandi.

Heidi og Snorri