Fimmtudagurinn 28.maí

Heiða var eitthvað utan við sig í sjúkraþjálfun í morgun, gekk ekkert sérlega vel að ganga  var öll skökk og snúin. Var ekki alveg í standi. En eins og segir einhversstaðar ,, eftir höfðinu dansa limirnir´´ . Seinni tíminn gekk miklu betur og eiginlega alveg svaka vel. Þá gekk hún flott og við þurftum ekkert að gera, hún bara greip um grindina og gekk af stað eins og ekkert væri sjálfsagðara. Já flott hjá henni. Það má nefnilega passa sig að vera ekki vonsvikin þó að það gangi ekki alltaf vel, þannig er það bara alltaf, stundum gengur vel og stundum ekki og það er nú bara þannig.

Við æfðum á bekknum eins og vanalega og í lok dagsins fór ég á brettið, lofkælingin var biluð og hitinn ægilegur maður, brettið var orðið ansi blautt af svitanum af gamla garminum og hreinlega bara hált…………..væri laglegt ef ég myndi renna til í eigin svita á brettinu  það yrði nú eitthvað….hahahaha.

Heiða svoldið að kvarta í hægri hendi, spasmin að angra hana og kannski gæti þetta einnig verið vöðvabólga. Þá er bara að nudda gömlu,  lagast oft aðeins við það.

Hitinn er ekkert að lækka og litið farið út. Ætlum aðeins út á morgun, svona áður en Heiðan fær mænulegg.

Kærar kveðjur og við minnum fólk á að Styrktarfélag Heiðu Hannesar er komið á hlaupstyrkur.is og þar er Team Heiða. Endilega skráið ykkur þið sem viljið vera með……:)

Heidi and Dolli……………….hlusta á Dollý og Kenny

Þetta er klassískt……………

Miðvikudagurinn 27. maí………………franskar,sósa og salat….

Hér á Indlandi er mjög mikið um fyrirfram ákveðin brúðkaup, foreldrar eru búinir að ákveðja hverjum barnið sitt giftist, jafnvel um 10 ára aldur er búið að ákveða þetta. Þetta er samt eitthvað að breytast. Dr. Hilal sagði að það væri að meðaltali um 60 konur sem fremdu sjálfsmorð á dag í Indlandi út af þessu. Svakalegt. Í mörgum tilfellum er farið illa með þessar blessuðu konur og það er mjög algengt að mennirnir haldi framhjá og það virðist bara vera svona einhvernvegin eðlilegt en konan er bara föst og getur ekkert gert. Svona er trúin og verð ég að segja að þetta er gjörsamlega út í hött og fæ enganveginn skilið svona trúarbrögð. Fuss og svei.

 

,, Sólin gæist á milli rifa á gluggatjöldunum á herbergi 106 og tvær mannverur teygja úr sér og bjóða góðan dag. Það er heitt úti og líklega verður ekkert farið út í dag nema kannski í kvöld. Það er hitabylgja á Indlandi, eitthvað sem ferðalangarnir eru ekki vanir. Morgunmaturinn er mættur og diet coke hellt í glas og kynnt undir katlinum. Fólkið sem býr í herbegi 106 er komið langt að. Það kemur frá fjarlægu landi í norðri þar sem vindar blása og hitastigið getur verið ansi lágt, þar sem veturinn getur verið erfiður en jafnframt sumrin ægi fögur og góð. Þessir ferðalangar komu til Indlands með von og vilja að vopni til að leita eftir hjálp. Snorri og Heiða hafa verið saman síðan 2005 en árið 2012 í desember þá fór Heiða í hjartastopp sem varði´í um 20 mínútur. Heiða hlaut mikinn heilaskaða af og varð í kjölfarið algerlega ósjálfbjarga. Snorri hefur hugsað um hana síðan ásamt foreldrum og vinum. Þau eru á Indlandi í leit að hjálp, eða allavega til að láta reyna á stofnfrumumeðferð.´´

 

Sjúkraþjálfun gekk enn og aftur mjög vel og einnig iðjuþjálfun.Ég lét hlaupabrettið finna fyrir því og lætin í brettinu voru svo mikil að ég var beðin um að stoppa…………….hahaha ég truflaði svo mikið, hávaðin og ískrið í brettinu…………..já kannski of þungur fyrir brettið, ja veit ekki.

Það kom maður til að reyna að koma netinu í lag, tómt vesen á netinu hér.

Við hittum Gr. Geetu Shroff og hún sá Heiðu standa og sagði okkur að Heiða fengi mænulegg næsta laugardag, í fimm daga. Einnig mun hún fá sprautur í hnúa, tær, mjaðmir og háls.

Um kvöldið tókum við leigubíl til að fara í eina búð sem selur fullt af treflum og klútum, Heiðu langar svo að skoða. Kom við á Mcdonalds á leiðinni heim og tókum með heim, já bara veisla í herbergi 106 og  ís á eftir.

Heidi and Snorri…………………………………….troða í sig frösnkum, sósu og salati…………..

Þriðjurdagurinn 26. maí

Í dag 26. Maí hefði frændi minn, bekkjabróðir og vinur orðið fertugur ef hann hefði lifað, Jónsi fændi lést langt fyrir aldur fram. Við Jónsi ólumst upp í Vogunum, pabbar okkar eru bræður og það var mikið brallað. Við vorum saman í bekk og ég var mikið heima hjá Jónsa og þaðan eru margar góðar minningar sem sitja eftir í huga manns, hljómsveita brask, allskonar keppnir á lóðinni heima hjá honum, sveitaböllin og margt fleira. Jónsi var hversmanns hugljúfi og drengur góður  og mín minnig er hvað sterkust af honum gangandi um Vogana í leðurjakkanum með hrafninn á öxlini……………skær minning….takk fyrir allra góðu stundirnar kæri Jónsi og blessuð sé minnig þin………………

Eitt fyrir þig…………….hlustuðum mikið á þetta…..

 

 

Delhi borg vaknar og hitinn er alltof mikill, það er hitabylgja hér á Indlandi og á annað þúsund manns hafa dáið og spítalar fullir af fólki af sökum hitans. Hitinn hér í Delhi hefur farið í 45 stig og hér rétt hjá í tæp 50 stig, fólki er ráðlagt að halda sig innandyra.

Dagurinn í dag var góður fyrir Heiðu, sjúkraþjálfun gekk ljómandi vel og einnig iðjuþjálfun. Henni gekk vel að ganga með grindina og einnig að ganga upp þrepin og bætti metið í að standa alein án stuðnings í spelkunum, hún sleppti grindinni og stóð og svo tók hún um grindina aftur, við erum svona að prófa ýmislegt. Gekk frábærlega. Þegar hún gengur upp þrepin þá heldur hún um handrið og þarf að færa hendurnar uppeftir handriðinu, svo bakkar hún niður. Við gerðum okkar æfingar á bekknum eins og vanalega. Ætluðum aðeins út í sólina en okkur var hreinlega bannað að fara út, alltof heitt fyrir heimamenn og hvað þá fyrir heimskautabangsa frá Íslandi. Kíktum aðeins út um kvöldið, tókum taxa og ætluðum í eina búð, svona aðeins að kíkja en hún var lokuð, þá ætluðum við að fá okkur ís á Mcdonalds en ísvélin var biluð…………………já já ok allir léttri ……………..fýluferð og við fórum bara aftur og leigubílstjórinn ætlaði að rukka okkur um 700 rúbíur sem er yfirleitt verðið fyrir kannki 3 til 4 tíma ferð en þetta var bara klukkutími og ég hélt nú ekki og sagði honum að 400 væri alveg nóg og hann sættist á það……………..já þú snýrð ekki á selinn svo auðveldlega vinur…….

Þegar við komum heim úr fýluferðinni kom Dr. Hilal til okkar og við fengum okkur harðfisk og spjölluðum, hann er skemmtilegur og gaman að honum.

Nú eru tvær vikur eftir hjá okkur og við getum ekki beðið eftir að koma heim………….

Góða nótt kæru vinir og við skulum reyna að koma með eitthvað af hitanum með okkur.

Heidi and Snorri (selur)………………………hugsa um lífið………..

Mánudagurinn 25. maí…………..Heiða stendur óstudd….

Mánudagur og Delhi borg býður góðan dag með flautuconsert út á götu og íbúarnir í 106 í Nutec Mediworld í Green Park vakna kl. 8 og hlunkast á fætur. Jæja ný vika og dvölin hér styttist og nú verður tekið á því. Við borðum morgunmat og fussum og sveium yfir internetinu sem er ekki enn komið í lag. En viti menn það birtist einhver tölvu kall og náði að laga en wi fiið virkar ekki. Við undirbúum okkur fyrir sjúkraþjálfun.

Dr. Dipin er mættur og tekur brosandi á móti okkur og ég fer á göngubrettið, treysti mér núna á brettið, er nokkuð öruggur um að halda öllu inni, mallakútur aðeins að lagast. Fer bara rólega af stað……hehehe. Heyrðu, Heiðu gekk svona svaka vel í sjúkraþjálfun, ekkert slöpp og lin, bara arkaði að stað,bein og flott, vá geggjað. Alltaf smá vandamál með grindina, ýtir henni svoldið skakkt, allt út af hægri hendinni. Svo sagði hann henni að taka sér stöðu og sleppa grindinni og standa sjálf. Ótrúlegt maður, hún stóð aftur alveg sjálf, bara í spelkunum, vel upprétt,hún stóð örugglega í ca. 3 mín og hann lét hana einnig snúa höfðinu i báðar áttir á meðan. Ok, klárt mál að jafnvægið að standa óstudd hefur klárlega lagast og mér finnst þetta miklar framfarir………..jíbí…..

Hádegismatur og svo aftur í sjúkraþjálfun að teygja hendur og svo prófaði Heiða að ganga upp nokkur þrep. Hún heldur sér í með báðum höndum og gekk upp 4 þrep og bakkaði niður. Þetta gekk ljómandi vel og í raun kom þetta Dipin á óvart, henni gekk vel að lyfta fótunum. Góður tími. Svo iðjuþjálfun og okkur finnst að það séu framfarir í að opna hægri lófa, hún á auðveldara með það núna, tek lika eftir því þegar hún grípur um göngugrindina. Fórum á bekkinn og teygðum vel. Fórum ekki út núna það er nefnilega 45 stiga hiti úti núna og ekkert spennandi að vera úti……….púff allt ofmikið.

Heyrðum í krökkunum og svo fór kvöldið í almennar hreingerningar á heimilisfólki á 106 og að rembast við að ná í hljóðbækur.

Heidi and Snorri……………………..Starta vikunni með krafti….

 

Laugardagurinn 23.maí og Sunnudagurinn 24. maí

Það er rólegt yfir okkur Heiðu, tíminn líður hægt og netið virkar ekki og ég get ekki náð í hljóbækur fyrir Heiðu, en vonandi lagast þetta. Heiða losnar við legginn á morgun og henni hlakkar til þess.

Við fórum niður í sjúkraþjálfun og Dr. Dipin gerði teygjur með Heiðu og svo vildi Heiða ganga svoldið en Dipinn neitaði því út af leggnum, vildi ekki taka neina sénsa með það.  Ruby litla kíkti á okkur og er hlaupandi um allt og Ina mamma hennar kom með þvottin til að hengja upp, Þau eru ekki með svalir og fá að hengja upp á svölunum okkar. Þau eru á fullu að vinna í drengnum sínum, þau eru með prógram fyrir hann allann daginn en það er eins með þau og okkur þeim er farið að leiðast dvölin, allir dagar nánast eins…………….hahah en svona er þetta, verkefni sem er farið í og það þarf að leysa.

Dagurinn líður hægt og rólega og netið kemst á nema það er eitthvað bilað, getum ekki opnað neinar síður og ekki póstinn okkar en skypið virkar. Hringdum heim og töluðum lengi við Dóru Mjöll okkar, hún var upp í sumarbústað með ömmu og afa og það lá bara vel á henni. Hannes hjá pabba sínum og Anna heima hjá sér. Mikið söknum við þeirra.

Svo er það hljóðbók og Banshee fyrir svefninn………………..

Sunnudagur og nú losnar Heiða við mænulegginn. Tvær inngjafir í dag og svo leggurinn burt. Netið virkar ekki og ég get ekki náð í hljóðbók fyrir Heiðu…………meira vesenið maður. Um kl 14 losnaði Heiða við legginn og við kíktum aðeins út eftir það. Fórum á kaffihúsið okkar og Heiða fékk langþráða súkkulaði köku. Vá, að koma út núna var eins og að labba á vegg, allt of heitt, hitastigið 44 gráður púff. Það er bara ekkert varið í að vera í svona miklum hita. Gengum aðeins um, það var bara rólegt úti enda sunnudagur og hitinn svo svakalegu að fólk sennilega nennir ekki út úr húsi.

Sá þessa auglýsingu og alveg spurning hvort gamli eigi ekki að skella sér í stofnfrumumeðferð líka…………………………..ja hvað finnst ykkur…….heheheheDSC01062Þessir dagar hafa verið frekar leiðinlegir en Heiða er búin að fá mikið af stofnfrumum þessa daga og næsta vika ætti svona að vera bara eðlileg og líklega á hún eftir að fá mænulegg einu sinni enn áður en við förum heim. Jæja, mánudagur á morgun og spennandi að sjá hvernig Heiða verðu í sjúkraþjálfun, eftir síðustu mænustungu var hún alveg týnd í 2 daga en sjáum til.

Heidi and Snorri…………………..sakna vestubæjarís……………

Föstudagurinn 22. maí……………….hangið og reynt að láta tímann líða

Jæja dagur 3 hjá Heiðu með mænulegginn. Hundleiðinlegt hjá okkur þessa dagana en við erum nú hér vegna stofnfrumana og þá er þetta bara fínt. Heiða verður með legginn fram á sunnudag. Hún fer alveg framúr og svoleiðis en maður getur orðið svoldið þreyttur og dasaður af þessu.

Föstudagur og það fyrsta sem ég geri er að athuga hvernig gekk hjá Maríu í Evróvísion………….æi komumst ekki áfram, við sáum þetta ekki en erum í sjokki hvernig fólk talaði um hennar frammistöðu. Ótrúlegt hvað sumt fólk nærist á að tala illa um aðra og er tilbúið að gagngrýna á svo meiðandi hátt………….gagnrýni á alveg rétt á sér en það geta allir gert mistök og ég tek hatt minn ofan fyrir henni Maríu, aðeins tvítug að aldri og var landi og þjóð til sóma og á eftir að heilla okkur aftur og aftur. Alma Rut söngkona sem var í bakröddum er mákona Heiðu og óskum við henni hjartanlega til hamingju og gaman að fá að fylgjast með ævintýrum þeirra.

Dr. Dipin kíkir í heimsókna á 106 og tekur smá teygjur með Heiðu. Við spjölluðum heilmikið á meðan og honum finnst frábært að við skulum hafa okkar eigið tungumál og sagði okkur að hér á Indlandi er tungumálið í algjöru rugli. Það er mikið um slangur og hann sagðist ekki þurfa að fara nema 100km  frá þá ætti hann erfitt með að skilja tungumálið en allir tala ensku og enskuni er blandað saman við indversku.

Heiða fær tvo skammta af stofnfrumum í dag 2ml og svo 5ml. Hún tekur þessu vel og líður bara vel en auðvitað hundleið á að þurfa að liggja svona, mikið skil ég það vel. Allt væri betra ef hún væri með góða sjón þá gæti hún látið tímann líða með því að horfa á bíó myndir eða góða þætti. Já fötlun hennar Heiðu minnar er svo sannarlega mikil og hennar draumur er að geta talað eðlilega, svo að geta notað hendur, næst að geta séð og svo að geta gengið…………….eins og hún segir oft þá er algjörlega ömurlegt að vera fangi í eigin líkama. Við höfum oft talað um það að ef að ég væri í hennar sporum þá er ég hreinlega ekki viss um að ég væri svona sterkur eins og hún. Svo eru það allir fylgifiskarnir sem fylgja svona veikindum, öll tengsl við vini og fjölskyldu breytast. Fólk fjarlægist okkur, veit ekki hvernig það á að vera í kringum okkur og jafnvel hverfur alveg. Þetta er mjög algengt við svona aðstæður. En þessi fylgifiskur getur oft reynst erfiður og tekur oft mjög á. Heiða er umvafin góðum vinum sem eru duglegir að heimsækja hana og það styrkir hana mikið og í raun er ekkert sjálfsagt að vera umvafin góðu fólki. Við erum þakklát fyrir vini okkar og fjölskyldu.

Dagurinn líður frekar hægt en við skellum okkur niður í iðjuþjálfun. Ruby litla er mikið í kringum okkur og finnst gaman að kíkja til okkar og ég spilaði fyrir hana lagið Ruby tuesday og hún var svo heilluð að hún kemur alltaf til að heyra lagið sitt. Gaman að því.DSC00847

Eftir kvöldmatinn skrapp ég út að ná í smá kökubita fyrir elskuna mína og að þessu sinni gekk allt vel og mallakúturinn á kúkalabbanum er allur að koma til en þarf samt svona að vera tilbúin ef kallið kemur, Heiðu til mikillar skemmtunar……………..:)

Verum jákvæð og góð við hvort annað og bjartsýn………………

Heidi and Snorri………………………..hlusta á Ruby tuesday með Ruby litlu……………..

Fimmtudagurinn 21.maí……………….vesen………..

Rólegt í herbergi 106, Heiða fer ekki í sjúkraþjálfun í dag, þar sem hún er með legg í mænuni. En við förum enga síður á fætur en Heiða á að fá stofnfrumur í mænuna þrisvarsinnu í dag á 2 tíma fresti, 5 ml í einu.

Við fáum okkur að borða og svo fer fyrsti skammturinn í hana og þá þarf hún að liggja fyrir. Þetta eru langir og frekar leiðinlegir dagar en við reynum að láta tímann líða. Vitum ekki alveg hvort hún verður með legginn í 3 eða 5 daga, kemur í ljós á morgun.  Heiða hlustar á hljóðbækur og ég stússast í hinu og þessu og ef internetið er ílagi þá er hægt að stússast hitt og þetta og m.a. hringdi Sirrý til okkar.

Ég skaust aðeins út svona til að ná í helstu nauðsynjar…………..tómatsósu, ost og allskonar……..fór í búð hérna ekki svo langt frá, svona litla kjörbúð með litlu úrvali en ég fann svona það helsta sem okkur vantaði og svo þegar ég kom að kassanum til að borga þá var enga poka að fá, fólk þarf að koma með poka með sér eða eitthvað til taka vörunar heim. Þar sem ég var að versla alveg slatta þá lenti ég í vandræðum, byrjaði að troða í vasana eins og ég gat og taka bolin upp og setja þar þannig að bumban stóð út í loftið, nei þetta var ekki alveg að ganga, tróð innan á buxunar, ekki heldur að ganga, frekar fyndið að vera með stóra tómansósu flösku í klofinu og ganga um Delhi borg svoleiðis, hefði sennilega verið stoppaður……………þá sá ég að fólk setti grænmetið og ávextina í svona litla netapoka, og ég safnaði nokkrum svona netapokum sem ég fann og setti vörunar í þá, já gamli seigur. Ég gekk af stað heim klyfjaður netapokum sem var frekar erfitt að halda á og ekki nóg með það að þeir fóru að rifna…………….arrrggggg vesen en ég einhvernvegin gat bjargað því með allskonar skrýtnum líkamshreyfingum og svo……………………………..sko, ég hef verið frekar slæmur í maganum síðustu daga eða þannig, ekki illt en einhvernvegin svona ónot og þarf að fara frekar oft á dolluna og auðvitað þegar ég er að labba heim á leið klyfjaður vörum í rifnum netapokum, og vörunar svona við það að dreifast um allt þá þurfti ég á dollu skrattann…………………..og þá auðvitað fer göngulagið að breytast og ekki alveg hægt að hlaupa heim hlaðinn tómatsósu, ostum og blautþurrkum, gott að hafa blautþurrkur í netapokanum svona í neyð ef þyrfti. Jæja, fólk var farið að horfa mikið á mig og þetta einkennilega göngulag, rasskinnarnar alveg hertar í botna og einhvernvegin allir vöðvar að reyna sitt besta og ég einhvernvegin náði að liðast um göturnar með einkennilegum hreyfingum, það mátti bara ekki gerast að ég skiti í brækurna þarna á miðri götunni, ég var farin að svitna ferlega. Ég var í raun ekki að trúa þessu að ég myndi missa allt í brækurna þarna á leiðinni heim en sem betur fer þá með viljan og vonina að vopni komst ég heim og inn í herbergi 106 og sjaldan verið eins fegin að sjá klósett, þetta líka fallega og flotta klósett……………Gustafsberg…………DSC01048

Góður ertu Gustafs berg

Gott er þig að brúka

Gleypir þú ég í gríð og erg

Geysi stóra kúka……………..(.Höf. veit ekki)

Heiða auðvitað hló af þessu svo hátt að hjúkkurna þurstu inn til að athuga hvað væri eiginlega í gangi og auðvitað var hurðinn á baðherberginu opinn og þarna sat ég með buxurna á hælunum kófsveittur að drulla í klósettið, ég auðvitað hoppaði upp til að teygja mig í hurðina og þá auðvitað lak allt niðu lærin á mér…………..já blautþurrkunar sem ég keypti komu sér vel…………….og auðvitað hló Heiða enn meira að þessu öllu saman, og hjúkkurnar flissuðu á leiðinni út.  Meira ruglið endalaust en hvað getur maður sagt, ég bara reyni mitt besta…….( að missa ekki í brækurnar)

Kvöldið fór svona að mestu í þrif á öðrum íbúanum á 106 og Heiða hlustaði spennt á hljóðbók og ég fylgdist með Mr. Hood í bænum Banshee takast á við glæpamenn og sitt eigið líf. Ólafur Darri kom fram í þessum þætti og var ekkert smá góður, hann lék frekar ógeðfeldan mann sem þurfti að lúta í lægra haldi og var drepin í lok þáttarins.

Góða nótt kæru vinir…………….og áfram Ísland…….12 stig

Heid and Snorri………………..Leysa vind…………

Miðvikurdagurinn 20.maí…………..Stór dagur fyrir okkur…..

Góðan daginn og komið þið sæl og blessuð, íbúarnir á 106 rísa úr rekkju og mallakúturinn á gamla er svona þokkalegur og ekkert slys á þeim bænum. hjúkket….

Við fáum okkur morgunmat og fáum að vita að um kl.15 fer Heiða í mænustungu og fullt af sprautum. Við undirbúum okkur fyrir sjúkraþjálfun og reynum aðeins að lesa. Það er ansi fjölmennt í sjúkraþjálfun og Dr. Dipin tekur vel á móti drottninguni og er mjög ánægður með árangurinn hjá Heiðu hingað til. Hann byrjar eins og vanalega á teygjum og svo er gengið með göngugrind og gangan gengur mjög vel og Heiða þarf enga aðstoð, nema þegar hún þarf að snúa við. Það verðu spennandi að sjá þegar við komum heim hvernig henni gengur með sinni göngugrind. Í lok tímans lét Dr. Dipin Heiðu standa án stuðnings við grindina, svona til að æfa jafnvægið svona eins og við gerum í skíðaskónum. Nú var Heiða bara í spelkunum og viti menn……………..hún stóð alveg sjálf í um 2 mínútur………………magnað og þetta hefur hún aldrei gert áður, og það sem meira er að hún stóð mjög bein. Vá, þetta var ekkert smá gaman að sjá og upplifa. Dr. Dipin klappaði fyrir henni. Við héldum upp á herbergi brosandi út að eyrum og ef við hefðum ekki eyru þá hefðum við brosað hringinn. Skildi öll þessi vinna hjá okkur loks vera að skila einhverju til baka……………….já við trúum því.

Fórum í seinni tíman eftir matinn og nú var Heiða sett á þrekhjól, svona hjól þar sem þú situr uppréttur í. Heiða gerir þetta stundum heima. Þetta gekk mjög vel hjá henni og hún hjólaði 400 metra á 20 mín. Þetta er mjög góð æfing fyrir hana. Hún hélt sér ekki í handföngin. Við þurftum að sleppa iðjuþjálfun vegna þess að við þurftum að drífa okkur upp því nú þurfti að undirbúða Heiðu fyrir sprautur og mænustungu.

Hjúkkurnar undirbúa hana og svo er farið með hana í sprauturnar og mænustunguna. Nú á hún að vera með legg í mænuni í 3 til 5 daga. Stofnfrumum dælt í hana með reglulegu millibili, hún fær mikið af frumum. Hún þarf að vera að mestu leiti í rúminu. Vá það verður erfitt fyrir hana en klárar það örugglega með stæl.

Kvöldið frekar rólegt hjá okkur og Heiða hlustar á ástarsögu og ég horfi á sögu AC DC og Iron Maiden…………….get allveg gleymt mér yfir svona heimildarmyndum. Skrapp og náði í íspinna fyrir elskuna mína. Næstu dagar verða kannski lengi að líða hjá okkur út af þessu, en þetta er,, partur af prógrammet´´

Við erum svo glöð að Heiða hafi getað staðið svona sjálf…………………

Heidi and Snorri……………….fells like……. jammin

Þriðjudagurinn 19. maí…smá vesen á kallinum og Dr. Hilal kemur í heimsókn..

Púff, þetta var nú meiri nóttin maður, ekki það að Heiða mín svaf alveg ágætlega það var svoldið vesen á gamla, fann í gærkveldi að ég var eitthvað skrítinn í maganum. Ég sofnaði nú fljótt en svo byrjaði vesenið, dollan var notuð mikið þessa nótt. Hvað var í gangi eiginleg, ekkert mikið illt í mallakút en þegar það þurfti að koma þá var nær enginn fyrirvari maður, vá þetta var bara vesen, þurfti sko að stökkva framúr og beint á sessuna, hvað hafði ég eignilega borðað…………….Heiða svaf bara vært og rótt og var ekkert var við þessar tíðu klósettferðir hjá kúkalabbanum. Þetta var ekki sársauki, þetta var svona meira áhyggjurnar og vera ekki nógu fljótur að ná á dolluna, þorði varla að sofna…………..ef að eitthvað óvart myndi ske………………….hahahahahahahahah meira ruglið maður, hef aldrei lent í svona áður.

Jæja, við skötuhjúin bröltum á fætur og ég segi Heiðu frá nóttinni og auðvitað fannst henni þetta alveg svakalega fyndið og hló mikið að þessu, já þið sem þekkið hana Heiðu vita það að henni fynnst ófarir annara alveg svakalega fyndið……..hún gat varla borðað hún hló svo mikið.

Við förum í sjúkraþjálfun eins og vanalega og Dr. Dipin var mættur og Heiða rúllaði þessu upp. Gangan góð, staðan góð og gekk vel að ýta grindinni. Hún gerið þetta alveg án stuðnings og svo gekk henni vel að snú sér. Ég sat i stólnum hennar á meðan, fannst svona meira öryggi í því, þú veist ef eitthvað kæmi fyrir, þá gæti ég bara farið í stólnum upp og enginn tæki eftir neinu nema að Heiða færi að hlæja alveg svakalega. Enginn myndi fatta neitt…………………….en sem betur fer hélt ég öllu inni en viðurkenni það alveg að ég var með áhyggjur…………………meiri dagurinn maður, svo í miðri æfingu fer Heiða að hlæja alveg svakalega og þjálfarinn spyr mig hvað væri málið og þá sagði eg honum frá veseninu og afhverju ég sæti í stólnum hennar, já alltaf eitthvað verið að hlæja að mér…………..

Í dag fluttum við úr herbergi 206 niður i herbergi 106, alveg eins herbergi, en þar sem það eru svo fáir hér þá finnst þeim betra að hafa okkur öll á sömu hæð. Flutningurinn gekk vel og herbergið fínt, bara betra en hitt ef eitthvað er.

Heiða tók smá æfingu í skíðaskónum og það gekk vel stóð lengi og söng á meðan, ekki besti söngvarinn en ég læt mig hafa það….:) Dr. Hilal kom aðeins í heimsókn, hann er skemmtilegur og fyndin og er alltaf til í smá grín og glens. Hann kom með lag fyrir Heiðu og við spiluðum það og hann kallaði á hjúkkurnar og hann dansaði við þær og hamagangurinn var svo mikill að hann rann á rassgatið…………..hahahah við fífluðumst í hjúkkunum og spiluðum fleiri lög, gömul lög með Neil Sadaka og Frank Sinatra já flest hægt að finna á Spotify. Dr. Hilal kíkir oft og fær hjá mér harðfisk. Þetta var skemmtilegt og Heiðan hló mikið og hafði gaman að þessu.DSC00445

Á morgun fær Heiða mænustungu og legg í mænuna ásamt fullt af sprautum með stofnfrumum.

Heidi and Snorri and Dr. Hilal…………………..í stuði……

Mánudagurinn 18. maí

Heimskautabangsarnir bjóða góðan dag, ný vika og ný ævintýr. Vorum ánægð með ferðina í gær. Í dag er bara svona venjulegur dagur hér í Nu tech. Hjúkkurnar mæta með sprauturnar og einnig dropa í augu og nef. Við Heiða fáum okkur morgunmat og ég tek upp á vídeo þegar Heiða er að borða. Ætla að sýna Dr. Geetu hvað það er erfitt fyrir Heiðu að borða út af spasma. Þegar við komum niður í sjúkraþjálfun er enginn Dr. Dippin en það kemur maður í manns stað og annar sjúkraþjálfari sér um tímana í dag. Heiðu gekk svakalega vel að ganga, var vel upprétt og bein og stóð sig mjög vel. Henni finnst erfitt að snúa grindinni þegar hún þarf að snúa við. Það kemur hjá henni, aðaláherslan er á gönguna. Frábær tími.DSC00980

Dr. Geeta kallaði á okkur, það var fólk hjá henni með son sinn sem er blindur og þau svona vildu heyra okkar sögu af þessari meðferð. Við sögðum þeim okkar reynslu en það er alltof fljótt að segja eitthvað til um þetta en það er klárt mál og sjónsvið Heiðu hefur batnað aðeins.

Höfðum engan tíma til að fá okkur að borða því iðjuþjálfun færðist til, við rétt förum upp og svo strax aftur niður. Annar iðjuþjálfari í dag og svo var aftur sjúkraþjálfun. Dr. Geeta hitti okkur aðeins og ég sýndi henni vídeóið af Heiðu borða og hún ákvað að prufa að sprauta Heiðu í tunguna. ………….já sæll í tunguna.

Loksins gátum við aðeins fengið okkur að borða.

Við fórum svo aftur niður og tókum gönguæfingu, gekk rosalega vel og Heiða í góðum gír. Kíktum aðeins út og settumst og nutum sólarinar, enn púff vá svakalega heitt í dag……………

Ég fór út að skokka en hitinn svona helst til of mikill, en ég komst heim. Kvöldmaturinn smakkaðist ekki vel og þá er gott að eiga eitthvað til vara í skápnum, kex, ostur og sulta var fyrir valinu.

Mér finnst Heiðu ganga vel. Hún lítur vel út og mér finnst vera svona stögðuleiki hjá henni. Gangan lofar góðu. Það er stefnt að mænustungu á miðvikudaginn og ´þá líklega þarf hún að vera með legg í 3 daga, það verðu erfitt og leiðinlegt en við erum hér til að takast á við þetta.

Góða nótt kæru vinir og munum að hugsa um heilsuna.

Heidi and Snorri…………………….í sveiflu…….